Hugleysi
Hér er ég enn, og er ótrúlega þakklát fyrir þennan góða gærdag. Ég varð undrandi hlessa og bit þegar múgur og margmeenni birtust hér mér aldeilis á óvart. Dýrðin ein svo ekki sé meira sagt. Það sem meira er að ekkert var kropið við grátmúrinn góða. Ég er nú alltaf góð.
Óliver átti að sjálfsögðu sýninguna, alveg einstakur svo líkur henni ömmu sinni. Ég hef nú grun um að mamman verði í marga daga að jafna sig.
Ég er orðin gömul sem á grönum má sjá, (verst að ekki er hægt að láta fótósjoppa sig á morgnana) með hækkandi aldri minnkar kjarkurinn sem leiddi til þess að ég þorði ekki að koma fjölskyldunni á óvart með að elda ekki, standa á náttfötunum og segja með forundran:
"Hva gestir ég átti ekki von á neinum"
Hugrekki óskast ókeypis eða fyrir lítið.
Og lífið heldur áfram.
Njótum.......................................
Óliver átti að sjálfsögðu sýninguna, alveg einstakur svo líkur henni ömmu sinni. Ég hef nú grun um að mamman verði í marga daga að jafna sig.
Ég er orðin gömul sem á grönum má sjá, (verst að ekki er hægt að láta fótósjoppa sig á morgnana) með hækkandi aldri minnkar kjarkurinn sem leiddi til þess að ég þorði ekki að koma fjölskyldunni á óvart með að elda ekki, standa á náttfötunum og segja með forundran:
"Hva gestir ég átti ekki von á neinum"
Hugrekki óskast ókeypis eða fyrir lítið.
Og lífið heldur áfram.
Njótum.......................................
7 Comments:
Hún á afmæli í dag......hún á afmæli í dag......hún á afmæli hún Hafdís hún á afmæli í dag......vei vei vei
By Nafnlaus, at 8:17 f.h.
Elsku kæra Hafdís Ammsla með meiru :)
Við familían í Austurbergi sendu þér innilegar hamingjuóskir á þessum degi.
Vonandi hefur þú það mjög gott í dag og fáir mörg mörg knús.
Kv
By Nafnlaus, at 8:38 f.h.
Kæra afmælisbarn!!!!!!!!! Innilega til hamingju með daginn. Inga var á undan að syngja afmælissönginn svo ég raula bara í huganum. Sendi þér kossa og knús í stórum skömmtum. Lífðu vel og lengi og mundu að njóta hvers dags í þaula.
Hamingjan felst í því að gera sér ljóst að mesti missir okkar í lífinu er í rauninni það sem við leyfum að deyja innra með okkur á meðan við erum enn á lífi - en ekki dauðinn sjálfur
By Nafnlaus, at 9:52 f.h.
innilega til hamingju með daginn, gott að láta koma sér á "óvart" heyrumst fljótlega:)
By Nafnlaus, at 7:58 e.h.
Happy Birthday Hafdis!! Hope you have many more happy ones!
By Nafnlaus, at 10:41 e.h.
Til hamingju með daginn. Þú ert aftur búin að ná mér :)
By Anna Kristjánsdóttir, at 10:44 e.h.
Elsku Hafdís mín hjartanlega til hamingju með afmælið
njóttu alls hins besta
kv. Kiddi
By Nafnlaus, at 11:35 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home