Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Þriðjudagur

Í afmælisdagabók heimilisins stendur:

Öll él birtir upp um síðir. ( Sammáa, sammála og sammála)

Spádómur dagsins frá Mbl um vatnsberann:


Þú stendur á krossgötum. ( Velja, velja, veja)
Önnur gatan leiðir þig að hólum og hæðum og að yndislegri en fjarlægri vin. ( Líst vel á það)
Hin gatan sveigir skyndilega svo þú sérð ekki neitt. ( Tek litla áhættu í dag)
Í hversu miklu ævintýraskapi ert þú? ( Engu)

Gass............. í huga mér stendur:

Ég hélt þú værir þokkalega vel gefin Hafdís. ( Vísa til lélegrar niðurstöðu úr prófi)

Í kyrrðarsporunum stendur:

Vertu gagnrýninn á sjálfan þig en gleymdu ekki að hrósa þér þegar ástæða er til. ( Gott hrós er gulls í gildi)
Nú og hér stendur:

VERTU TRÚR ÞÍNUM INNRI MANNI. EINS OG TRÉÐ SEM VEX ÓHÁÐ GÆFU OG ÓGÆFU. HVORKI GÓÐVIÐRIÐ NÉ ILLVIÐRIÐ FÁ HAGGAÐ ÞVÍ. ( Eins og ég hefði samið þetta sjálf)

(A day at a time) Í bókinni einn dag í einu stendur:

Reiði tekur á sig margar myndir. ( Ójá og ekki alltaf augljósar)


Hvað ályktun ber mér svo að taka eftir lestur hér og þar?


Ályktun:

Vera ég sjálf íklædd sparifötum innst sem ytra, segja við sjálfan mig "takk og bless" í hvert sinn sem hugsanir sem ég get ekki höndlað læðast inn í huga minn og halda fund þar.
Vera jákvæð, kærleiksrík og mild. Njóta dagsins, lífsins og allra sem koma að mínum góð degi.

Ég er ótrúlega heppin að vera ég.


Njótið gleðinnar og kærleikans.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com