Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Sólargeisli kærleikans

Er nokkurntíma nóg af kærleika?
Sá spyr sem ekki veit.

Ég rakst á eftirfarandi:

Hver ert þú
Þú ert ekki einn heldur þrír menn:
Sá sem þú heldur sjálfur að þú sért
Sá sem aðrir halda að þú sért
Og sá sem þú ert í raun og veru.
Hví ekki að reyna að kynnast honum ?
Ef til vill myndi það gerbreyta lífi þínu.


Alltaf að rekast á eitthvað, undarlegt að ég skuli ekki vera meira marin.


Gösli minn er með snert af seinkveddu.

Kemur af orðinu "bráðkvaddur" og svo "seinkvaddur"

Ég hef fengið snert af bráðkveddu, svona þegar lurkur er í mér, svo þegar Gösli minn tók vísir af flensu inn á sig á dögunum taldi hann sig vera með seinkveddu.

Aldeilis ekki verra en hvað annað.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Æ ég vona að þið skötuhjúin losið ykkur við kveddurnar hverjar svo sem þær eru. Flensuskítur er óþolandi og ég er farin að læðast með veggjum til að sleppa við þennan hvimleiða skít!!
    Hamingjusporin segja: Reyndu að verða sú manneskja sem þú vildir verja lífinu með, bestu kveðjur

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com