Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, mars 06, 2007

Fréttir dagsins

Fyrir fimmtíuogfimm árum síðan var ég skírð skemmri skírn á þessum degi, minn tími var ekki enn kominn þá, svo í dag sit ég alsæl og eins sátt og unnt er, þakklát fyrir lífið og þær gjafir sem ég hef fengið að njóta svo lengi.

Þennan sama dag fyrir þrjátíuogátta árum dó faðir minn af slysförum, ég hef sem sé verið föðurlaus í all mörg ár. En ég er sannfærð um að hann hefur það gott þar sem hann er og hugsar vel um þá sem eru nýkomnir.

---------

Ég hef dulítið gaman af ljóðum, læt eitt fljóta eftir Jóhann S. Hjálmarsson:

Ljóðhús

Þetta gerðist. Eg gekk inn í reisulegt hús
og gisti vini. Húsið, meistarasmíð,
kom mér ekki við. Vinátta fyllti tómið
sem veggirnir áttu að marka. Húsið er gleymt.


Það gerðist aftur. Eg gekk inn í reisulegt hús
og gisti húsið. Annað kom mér ekki við.
Engir vinir. Aðeins skipulagt tóm.
Athvarf í tómi. Hús í sjálfu sér. Staður.



Mér finnst hann alltaf geta sagt allt á snilldar máta.



Og svo nudda ég og nudda, fékk litlamömmukútinn á bekkinn í gær, hefði þurft lengir bekk jafnvel lengri handleggi ( svona til að þurfa ekki að hlaupa eins mikið fram og til baka við fótleggina eina saman), ætli japanir hanni nuddbekkina miðað við eigin hæð? En hann er af íslenskum víkingaættum og kvartaði ekki mikið undan móður sinni, miðað við ástand vöðva í skrokknum á honum þyrfti ég að koma höndum yfir hann fljótlega aftur.

Síðasta nudd gærdagsins var andhverfa stóra drengsins míns, smávaxin fimleikadama. Ég er ánægð með fjölbreyttnina. Frábært að enginn skuli vera eins.

Svakalega væri lífið einsleitt ef allir væru eins, ég byrja nú ekki einu sinni á vangaveltum um það málefnið því þá entist mér ekki dagurinn.

Nú ætla ég að skunda til Reykjavíkur og leyfa Óliver ömmukút að spilla mér.
Ég er nú alveg að verða gerspillt.
En velspillt.


Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com