Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Tilkynning:

Er á lífi, ekki á sveppum.

Óliver ömmustrákur er bókstaflega að gerspilla mér þessa dagana, umda, umda, uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmddddddddddddddddddddddaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa
,umda.

Við skríðum saman um öll gólf, byrjum á hnjánum bæði tvö hann undir ömmu og svo skjótumst við af stað eða hann skýst af stað og amman heldur að hún geri það, svo hefst gamanið hring eftir hring í íbúðinni, ungi maðurinn leggur línurnar og amma hermir eftir, setjast, skríða, standa upp dansa, skríða, klappa saman lófunum, annar fóturinn út í loftið, hlegið, brosað, lagst á magann, bumba, bumba, pippi,pippi, burr, burr, tiss,tiss, aff,aff, ammmmmma, amma,amma, amma .............mörg undarleg hljóð og skrýtinn framburður orða en amma skilur allt veit að mikilvægt er að hlusta og taka eftir.

Amma gerist virðuleg, tekur rýjuna af barninu, drenghnokkinn stendur upp þegar í stað skondrar fram í forstofu reynir að pissa með tilheyrandi prump hljóðum, tekst að pissa á vandaðar steinflísar brosir út að eyrum, mikið afrek. Mamma drengsins segir hann reyna að pissa í skó föðursins, amman fór í gær og keypti kopp.

Drengurinn fær rauðan kopp í dag svona af því hann er svo sætur alveg eins og amma sín.

Dýrðin ein, er ekki lífið einfalt og gleðilegt?

Njótum hvors annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • já það eru fá hlutverk skemmtilegri en ömmuhlutverkið, þú ert svo RÍK af gimsteinum. Eina sem heldur í mér yndinu þessar vikurnar er ömmukúturinn minn sem ég sef hjá þessar annars mjög svo leiðinlegu vettvangsvikur. kveðja úr Skúta (hljóðum lestrarsali).

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:31 e.h.  

  • Er þetta ekki lýsandi dæmi um að hamingjan kemur innan frá, og hið sanna ríkidæmi felst ekki í veraldlegum hlutum?

    By Blogger Gunnar , at 5:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com