Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Auðkenni

Já ég er loksins orðin auðkennd, hummmmmmmm, andheitið við auðkennd er fullkennd ( auð/full) kannski ekki rétt. Auðkennd, fullkend ég er allavega fegin að vera ekki kennd. Í gamla daga var fólk á kenndiríi ef það var að drekka en ekki á fylliríi. Hum var það þá á auðiríi ef það var ekki að drekka.

Annars hélt ég að ég þyrfti ekki auðkenni, ég hef alltaf haldið að ég væri með auðkenni svona frá náttúrunni og þar með væri hægt á einfaldan hátt að greina mig frá öðrum, en ég er einföld sál og skil ekki alltaf einfalda hluti sem ég hélt þó að ég ætti auðvelt með að skilja.

Umda ég þarf að húxa um sinn.


--------------------------------



Ég á enn eftir að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.

Einhver með tillögu?

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Þú ættir að verða rithöfundur, þú ert snildar penni:)
    kv.Ásdís Emilía Gunnlaugsd.(Grundó)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:42 e.h.  

  • Svei mér ef ég er ekki sammála síðasta ræðumanni. Annars er ég þeirrar skoðunar að þú sért góð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú gerir allt með fullum krafti, kannski er það bæði jákvætt og neikvætt en þar sem ég er að vinna í því að losa mig við neikvæðar hugsanir þessar vikurnar sé ég ekkert nema jákvætt við þig. Mundu bara að lífið er fullt af tækifærum og það er enginn þörf á að ákveða marga áratugi fram í tímann enda vitum við ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Kær kveðja vinkona!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:30 e.h.  

  • Ég hef tillögu, byggða á eigin fyrirætlunum. Þannig er að þegar ég verð stór ætla ég að verða langafi. Ég er viss um að það myndi fara þér vel að vera langamma.

    By Blogger Gunnar , at 8:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com