Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, mars 11, 2007

Urr, hvæs, kvæs,stapp, arg,garg......

Geðvonska


Geðvonska dagsins verður í tonnum talin, baðherbergið í húsinu þar sem ég bý er það allra ljótasta, ljótasta, ljótasta í allri veröldinni, tel ég í það minnsta. Ónýtar afar ekki fallegar flísar (ófrýnilegar, úrsér gengnar, brotnar......................), ónýtur þ.e. brotinn með meiru, vaskur, vart hægt að kalla gripinn handlaug. Blöndunartæki í stíl, niðurfall oftar stíflað en hitt.
Kostur að lítið er notað af vatni annars flóir út um allt.

Ég treysti mér ekki til að lýsa ógrátandi klósettinu ( ekki salerni) og og útganginum þar um kring. Raki í úrsérgenginni innréttingu sem gefur fúkkalykt að launum. Langt síðan að eitthvað sást í því sem einusinni var spegill, trúlega af hinu góða í ljósi hækkandi aldurs.
En það eru næstum því alltaf ljósaperur í ljósastæðum.
Ónýtur gluggi, gler, lausafög og allt sem glugganum tilheyrir, búið að vera ónýtt öll þau ár sem ég hef þekkt til (17 ár)
Festingar fyrir gluggatjöld löngu ónýt.
Fyrir þrettán árum eyðilagðist eitthvað af pípum svo upp þurfti að brjóta milli herbergja, (eitthvað með ofninn að gera) svoleiðis er það enn.

Fjörutíuára gamalt baðkar, lítið hannað af japönum í það minnsta lengdin, breiddin trúlega líka, ekki súmókappa breidd þó svo við hjónakornin séum af þeirri breiddargráðu.
Engin emeliring ( svona húð innani baðkerum) eftir eða öll upphöggvin, kalkúrfellingar í kringum niðurfall og blöndunartæki sem væru dæmt ónothæf af öllum nema Gösla mínum. Þarf kúnst og kunnáttu við að láta renna í baðið, því rörin að blöndunartækjunum eru stífluð, töng þarf til að skipta á milli kranans og sturtuhaussins ef á að komast hjá stórslysi. Ef ná á mestu skítaskáninni innan úr baðkarinu þarf vírbursta og tilheyrandi efni, en ég sé ekki um að þrífa draslið.

Kostur: bara Gösli notar baðkerið og þarf 5 lítra vatns svo ekki uppúr flæði þegar hann fer ofaní

Sturtan er ekki fyrir fullvaxna ( fullbreiða ), en eini hluti baðherbergisins sem er með fúgu milli flísanna sem lagðar voru fyrir 22 árum. Ekki hægt að loka fyrir nema með lagni því annars dettur ein eða fleiri sturtueiningahurðir úr, á mann yfirleitt þegar sápan er við það að leka í augun. Blöndunartæki afar léleg vegna kalkúrfellinga og sturtuhausinn með eina og eina sprænu hingað og þangað út um allt, tekur langan tíma að blotna, auk þess sem ekki má nota vatn annarsstaðar í húsinu á meðan. Baðherbergisgólfið er því alltaf rennblautt eftir hverja sturtuferð, lekið hefur oftar en einu sinni undir þröskuldinn svo hann er ónýtur, rakablettir eru komnir á utanverðan baðherbergisvegginn. Niðurfall sturtunnar er yfirleitt hálfstíflað enda engöngu á færi Gösla míns að tjónka við það

Ekki hægt að leggja frá sér sápudótaríið sem tilheyrir hár- og líkamsþvotti nútímans.

Ljóst er að EKKIverður baðherbergið endurnýjað í ár. Ég örvænti.

Geðvonda andlega ruslafatan er tóm að sinni.


Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com