Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, apríl 07, 2007

Af heilsufari og öðru sem er.

Það er gott að vera til og bjart framundan. Ég er að snúa ofanaf mér hér í Borgarnesinu eftir óvenjulegan vetur. Ekki er allt sem sýnist, ekki óraði mig fyrir öllu þessu. Mér finnst gott að sjá ekki fram í tímann, mér þykir líka gott að lifa í deginum og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Og það sem er liðið er liðið og ekki alltaf á þann veg sem helst verður á kosið en svoleiðis er lífið.

Mikið sætur ömmustrákur Ágúst Haraldur birtist eins og engill af himni ofan, skammaði mig ekkert núna fyrir að vera aldrei heima, færði mér blóm sem hann hafði fundið á leið sinni. Við eigum yndælar stundir saman við kökuát, ísát, spjall og lestur. Það er óvenju gott að vera amma. Það þarf ekki mikið til að gleðja okkur tvö, við erum ánægð með hvort annað eins og við erum, reyndar segir drengurinn stundum að ég sé skrýtinn, ég veit að hann er ekki að skrökva.

Tvær ömmustelpur eru staddar í Póllandi ásamt mömmu sinni, þær eru að ganga frá úti í Varsjá, setja húsið á sölu og flytja búslóð og bíl heim. Ég hlakka til að sjá þær.

Það er skrýtið að heyra ekkert í honum Torfa mínum þessa dagana en svoleiðis verður það um ókomna tíð.

Bjarki minn, Ella og Óliver eru að lækna fólk á landsbyggðinni þessa páskana. Ég er þess fullviss að Óliver leggur pabba sínum lið við sjúkdómsgreiningar.

Hlynur og Unnur eru í Stykkishólmi bæði að gæta að væntanlegu ömmubarni mínu sem Unnur ber undir belti. (eða kannski er hún ekki með belti). Hún allavega blómstrar og er einstaklega falleg barnshafandi kona, það fer henni vel að vera kona ekki einsömul. Ég er glöð að Unnur gengur með barnið, er ekki viss um að það fari Hlyni eins vel og henni að vera barnshafandi!

Soffían mín er í Taívan að læra kínversku hún er slungin kona, og heppin því ekki er hún selskapslaus þessa dagana, Villa vinkona hennar er í heimsókn hjá henni án efa skemmta þær sér vel.

Ég ælta að klæða mig upp á í dag og fara í heimsókn til Litlu hjónanna hér í Borgarnesi, litlu hjónin eru Freyr og Helena, foreldrar ömmustelpu Huldu og ömmustráks Ágústs. Njóta þess sem ég hef.

Ég rakst á þetta:

Glettur um efri árin:

Ef efri árin endast vel,
engu þarf að kvíða.
En sannast bezt að segja hér,
er seigdrepandi að bíða.

Árin líða, ekkert stanzar,
ellin færist nær og nær.
Ef í lagi, allir sanzar,
ekki að kvarta, vinur kær.


Fávizkan er fjandi slæm,
forðumst allir hana.
Biðjum okkur betri bæn,
en bíðum ekki bana.

"Húmorinn" er hikstalaust,
heilsubót sem bætir.
Endist vel og eykur traust,
auðnu einnig kætir.

Kviðlingar á kvæðakvöldum
og kærleiksríkum fundum.
Hátíðlegar helgar höldum,
á heimsins beztu stundum.

Vísurnar eru eftir Pálma Ingólfsson og fleiri.

Njótum hvers annars

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Hi sis...could you email me your address, I have a little book I want to send you...you are such a good amma so you must have it....love you much.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:30 e.h.  

  • Til hamingju með þetta allt saman :)
    Kveðja Marta Jónsd.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com