Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Húxi -húxi !!!!!!!!!!!

Já nú þarf ég að hugsa. Ég velti fyrir mér af hverju afmæli heitir afmæli?

Ef ég/þú mæli/r með einhverju eða mæli/r eitthvað fram þá er ég/þú að ég held að tala með einhverju eða um eitthvað.

Stundum mæli ég lengd, breidd eða hita svo ég nefni til dæmi.

Nú ef ég afmæli einhverju er ég þá ekki að tala á móti því sem mælt var.

Ef ég afmæli eitthvað sem ég hef mælt er ég þá ekki að draga til baka sem mælt var?


Ég skil sem sé ekkert í af hverju afmæli er afmæli í þeirri merkingu að verið sé að halda upp á fæðingardag til að mynda!!!!!

Ég held áfram að hugsa, en það fer mér nú svo vel.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com