Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, mars 24, 2007

Jæja

Aldeilis ekki alveg dauð. Það í það minnsta gleður mig.
Hélt ég væri á lokasprettinum í Nuddskólanum en viti menn, hluti af apríl hefur verið skipulagður í meira nám. Íþróttameiðsl og teipingar já flott er það.
Núna þessa dagana er ég á námskeiði í vefjalosun, mjúk aðferð við að losa upp striða, ofnotaða eða lítt notaða vöðva. Geysi áhugavert.

Ég geri lítið annað en að sinna þessu verkefni og það er vel.

Stefni samt á leik á morgun, ótrúlega slakandi að horfa á körfubolta!

Enda pollróleg kona.


Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Bærinn þinn spýtti vatni á okkur konuna þegar við komum sl laugardag til að gera kaupsamning við Jóhannes í grísabúðinni um kjöt, kartöflur og grænmeti. Stúlkurnar í bakaríinu (við hlið Jóhannesar)voru indælar og bakkelsið þeirra líka. Komum þar við á sunnudeginum í heimleiðinni og meðan við sátum og sötruðum kaffi og borðuðum ástarpunga hífðu þeir síðustu þakeininguna í nýja húsið, og við sáum himininn hverfa!

    By Blogger Gunnar , at 11:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com