Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, apríl 16, 2007

Hreinlæti

Ég dáist alltaf að einnota hönskum.
Einnota hönskum til að mynda þeim sem notaðir eru í bakaríum.

Sem sé ég brá mér í bakarí. Þar afgreiddi mig ung kona með einnota hanska á hægri hendi.
Hanskahendina notaði hún til alls sem þurfti, sótti brauðið og annað bakkelsi sem ég var að versla mér til dýrðar og fitunar.
Ef hún þurfti að nota báðar hendur, sem var stundum, notaði hún þá hanskalausu svona til stuðnings.
Allt sett í poka, hanski á annari hendi.
Sló allt sem ég keypti inn í kassann með hanskahendinni, tók við peningum með sömu hendi og gaf til baka.
Hóf að sinna næsta viðskiptavini með sama hanskann á hendinni. (Mér fannst hanskinn orðinn sjúskaður)

Ég stóð hugsi um stund, til hvers var konan með hanskann?

Aha........... Hún var að hlífa á SÉR hendinni. Ég hélt um stund að hún væri að sleppa því að bera óhreinindi milli brauða og annars sem hún þurfti að koma við. Einfalda ég.


Ég er öll í bleikum og bláum plástrum, er að læra að nota þá til að draga úr verkjum og styðja við vöðva sem eru eitthvað slappir.

Geysi spennandi meðferð.

Óliver sonarsonur ætlar að spilla ömmu sinni í dag, mér líst vel á það.

Lífið er ljúft, njótum þess.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • lololol....that was so funny about the glove....you should say something...I wonder how much money she handled before she took care of you ...and you know what happends to money...in a pocket, on the floor, on the street and where have the hands been that handeled all that money....I dont even want to remind you.....lolol
    love u sis.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com