Veröldin mín að hluta
Auðvitað er veröldin mín stærri en hluti af henni er:
Þessar fallegu ömmustelpur, Andrea, Lísa og Harpa eru frábærar. Þær koma reglulega í Borgarnes til að spilla afa og ömmu.
Óliver ömmuhnúður að skoða í töskuna mína, hann dáðist ekkert að sokkunum mínum!
Hann er skemmtileg blanda af foreldrum sínum, en líkastur ömmu sinni laglegur og alltaf kátur.
Og svo ég, ég þarf eiginlega að fá mér kellingaklippingu. Bjarki sonur minn og pabbi Ólivers sagði við mig fyrir margt löngu þegar ég var á leið í klippingu: " Ekki láta klippa þig stutt, alltaf þegar konur verða kellingar láta þær klippa sig stutt"
Bjarki hefur alltaf verið glúrinn og sannsögull.
Ekki meir að sinni.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.