Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, apríl 22, 2007

Tölubox

Mamma átti tölubox, ég átti tölubox. Ég á ekki lengur tölubox. Það var hægt að leika sér mikið með innihald töluboxa, ég undi við þannig iðju fyrir margt löngu síðan.

Ég fór að hugsa um þessi box þegar ég tók til í fataskápum heimilisins. Einu sinni klippti ég allar tölur af þeim flíkum sem ekki voru nothæfar lengur og safnaði í box sem ég gat leitað í ef mig vantaði tölu.

Ónothæfum flíkum er hent á mínu heimili í dag.

Þegar ég er í fatatiltektarham kemur hugsunin : hætt að nota, ónýtt , má gefa.

Ef ég tel að einhver flík sem ég á og mér hugnast ekki lengur velti ég fyrir mér hvort hún sé nothæf öðrum og gef.

Hinum hendi ég.

Ég ólst upp við að farið var með flíkur í tætingu, og tætingurinn notaður meðal annars til að bólstra með húsgögn. (Ef ég man rétt)

Áður en farið var með flíkurnar var búið að taka af rennilása, tölur og annað sem nýtanlegt var.
Ég man eftir mömmu við að rekja upp flíkur og sauma annað úr þeim.
Ég man eftir að hún notaði aflagðar flíkur í tuskur til hreingerninga og afþurrkunar einnig í bætur.

Ég mundi eftir þessu þegar ég eitt augnablik velti því fyrir mér hvort ég ætti að klippa tölurnar af skyrtunni sem ég var að henda. En ég er hætt að sauma, er einhver annar sem notar nothæfar notaðar tölur, rennilása, skraut og annað sem fellur til. Ekki svo ég viti.

Svo ég hendi.


Þetta er góður dagur.

Njótum hans.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • ég þessi stórmyndarlega kona á enn tölubox. Það bætist enn í það einstaka sinnum og þegar hún litla mín var að sauma sér grímuballskjól um daginn fór hún í töluboxið. Annars er ég eins og aðrir, næstum hætt að sauma og stundum dugleg að taka ti. Annars lítið annað þessa dagana en tölvu-og heilaleikfimi!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 f.h.  

  • I have a box of buttons also sis...I'm not sure why..it is just something mom did and just in case. I have put on 1 button in the last year...and perhaps I will need one some day ...you newer know.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com