Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Umburðarlyndi

Umburðarlyndi er hugtak sem ég velti fyrir mér á stundum, kemst yfirleitt ekki að neinni niðurstöðu enda ekki alltaf lagt upp með niðurstöður að markmiði.

Skilningur minn á umburðarlyndi er einfaldur, felst í að geta fordómalaust virt og skilið sjónarmið og lífstíl annara, og vera mild gagnvart yfirsjónum annara, vera mild þeim sem mót mér braut eins og segir í góðu kvæði. Líka að vera mild mér.

Lífið sjálft þarfnast skilnings, jafnvel þolinmæði .

Allavega er umburðarlyndi lært og þarfnast æfingar á hverjum degi, sleppa takinu á eigin skoðunum og væntingum, leyfa öðrum að vera eins og þeir eru, vera sjálfur eins og maður er. Og vera glaður með.

Gleði er yndisleg, hún breytir sýninni á daginn og lífið. Gleðin smitar út frá sér, sá sem er glaður sækir í að deila henni með öðrum.

Njótum dagsins, hvers annars og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com