Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, maí 12, 2007

Ungir menn.

Ungir menn heilla mig.

Óliver Bjarkason dugnaðarforkur, neitaði að fara að sofa í gærkveldi hann hafði svo mikið að segja. enda mikið að gera í kringum húsið hans, verið að skipta um lagnir undir húsinu og jarðveg allt í kring.

Svo þegar heim í Borgarnesið kom svaf ungur maður þar Ágúst Freysson, vaknaði í morgun knúsaði ömmu sína, kvartaði undan tannálfinum með svolitlu blísturshljóði enda framtannalaus í augnablikinu.

Skammaðist örlítið yfir skorti á ís í frystiskápnum, amman lofaði að bæta úr því bæði fljótt og vel.
Svo sýndi hann mér fullan vasa af gulli, ýmsu strákagulli sem er ómissandi hverjum meðal gutta.

Hann átti slatta af peningum, ég hvatti hann til að fara og kaupa sér nammi enda væri nammidagur.

Pilturinn þvertók fyrir það, peninginn átti að geyma ef Afagösla vantaði aur. Huglusemi af þessum toga er ekki metin til fjár. Og svo var hann farinn, ætlaði að fara og horfa á Afagösla steypa, svo ein sit ég og fer brátt að sauma.


Vorið er yndislegt og gott að vera til.

Njótið.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com