Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, maí 11, 2007

Bleikt er það heillin.

Já ég brá mér í búð og keypti bleikt útsaumsgarn, sem þýðir bara eitt - stúlkubarn á leiðinni ef nútímagræjurnar eru réttar og virka sem skyldi. Já frábært að fá ömmustelpu.

Undarlegt að ég skuli bara sjá ungbarnaföt, hugsa um ungbarnaföt ég er ekki barnshafandi kona ég er ömmuverðandi kona.


Ég var nú hundfúl yfir úrslitum Júróvisjón í gærkveldi. Eiríkur er minn maður hvað sem á dynur. Smekklaust lið þarna út í hinum stóra heimi. Ég held mig við minn heim og uni þar. Með gleðina í annari hendi og kærleik í hinni. Læt það duga.

Ég verð nú að segja eins og mér finnst um kosningaáróðurinn þessa síðustu daga, peningunum sem sóað er í þá vitleysuna væri betur varið annarsstaðar .

Og það sem verra er ekkert hægt að kjósa.


Ég ætla út í daginn, þetta er frábær dagur.

Njótum hans.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com