Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Dótakassinn

Flissa og hlæ, nýtt dót í dótakassanum mínum.

Vá.

Dótla mín kom færandi hendi frá Taívan, vænst þótti mér um að fá hana heim, eigingirnin er því lík að vart er hægt að hafa orð á því. Hún slettir kínverskunni lítið svo ég skil allt sem hún segir.

Ég fékk sko marga pakka og get leikið mér um sinn sátt og glöð.

Hún færði mér og Gösla líka hjálpartæki fyrir Skrabblið, snilldin ein. Snúningshjól (okkur gamla settinu gengur illa að lesa á hvolfi) og talningstré, hún litla telpukornið þarf nú að mæta á staðinn og kenna okkur á græjurnar, gleðin við að hafa hana í skrabblinu er meir en helmingur af leiknum. Sú flinkasta og fljótasta á landinu að fletta upp í orðabók, alltaf virðast þrjár hendur á lofti þegar hún er að sannreyna orðsnilld Gösla míns.

Já ég flissa og hlæ, hún kom með dót í ilmkjarnaolíudótakassann minn.

Lítil börn að leika sér, umda.

Ég held undirniðri bíði hún eftir að móðurmyndin verði fullorðin, en já, ........ við sjáum til.

Ég kann bara vel við mig í húsmóðurhlutverkinu, spássera um og velti fyrir mér hvað ég á að gera næst, tek ákvörðun um að gera ekkert nema leika mér um stund, hvenær hefur svosem ryk, drulla, drasl og skítur horfið? Bara spyr eins og fávís kona sem ég náttúrulega er. Og það er gott að vera fávís kona.

Njótum.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Taívan var það heillin ;)
    Takk fyrir kaffið!
    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com