Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, maí 05, 2007

Hætt

Hætt að hugsa, hugsanir leiða mig bara í ógöngur.

En ég hugsa samt stundum ennþá. Í gær hugsaði ég um hvað ég er heppin kona.
Um þrjúleitið í gær fór ég inná matsölustað til að snarla mig örlítið enda alveg að horfalla. Á staðnum er örlítið barborð enda selt vín með mat og án mats. Þar var stúlka rúmlega tvítug á að giska, sat og drakk sitt öl ein. Ég var glöð að vera ekki í hennar sporum.
Ég settist og fékk þjónustu, og beið. Þá kom inn gamall maður af útlitinu að dæma um áttrætt, afar ölvaður. Og ég hugsaði með mér, vonandi verð ég ekki svona.

Svo bara lítil athöfn, eins og að næra mig, fær mig til að hugsa.

En ég er ánægð svona í aðra röndina með að hafa enn hæfileika til að velta fyrir mér misgáfulegum hlutum.

Ég ætla að halda áfram í deginum, björt og brosandi.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com