Bjarta hliðin á lífinu.
Fyrir ekki svo margt löngu var bóndi einn á ferðalagi hér í Borgarfjarðarsveitinni, honum fataðist eitthvað í akstrinum og lenti á hvolfi út í skurði. Ómeiddur skreið hann út úr bílnum, leit yfir vettvang og sagði" Nú væri lag að smyrja"
Þetta sjónarmið er heillandi í sjálfum sér. Ég vildi gjarnan hafa þennan eiginleika, er stöðugt að vinna að viðhorfum mínum. Og eins og fyrri daginn kemst þótt hægt fari.
Viðhorf, viðhorf, hvernig ég horfi á hlutina, atburðina, lífið sjálft hefur mikið að segja um líðan mína.
Og mér líður vel.
Skyldu þá viðhorfin vera í lagi? Ég á stundum erfitt með að skilja en ég þarf ekki að skilja allt.
Svo finnst mér gott að sjá og hlusta með hjartanu.
Ég gæti með góðri samvisku sagt ef ég yrði spurð "Hvernig líður þér í dag?"
Takk fyrir að spyrja, mér líður vel.
Ótrúlega heppin kona.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Þetta sjónarmið er heillandi í sjálfum sér. Ég vildi gjarnan hafa þennan eiginleika, er stöðugt að vinna að viðhorfum mínum. Og eins og fyrri daginn kemst þótt hægt fari.
Viðhorf, viðhorf, hvernig ég horfi á hlutina, atburðina, lífið sjálft hefur mikið að segja um líðan mína.
Og mér líður vel.
Skyldu þá viðhorfin vera í lagi? Ég á stundum erfitt með að skilja en ég þarf ekki að skilja allt.
Svo finnst mér gott að sjá og hlusta með hjartanu.
Ég gæti með góðri samvisku sagt ef ég yrði spurð "Hvernig líður þér í dag?"
Takk fyrir að spyrja, mér líður vel.
Ótrúlega heppin kona.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home