Letin er dyggð.
Já letin er dyggð, vanmetin að vísu en hvað er yndislegra en gera ekki neitt annað en hugsa, sýsla, sauma út og hekla? Vita að húsverkin hverfa ekki, fyrirvinnan sést ekki, og kötturinn sem átti að koma í pössun lét sig frekar hverfa út í óvissuna en að koma hingað.
Kannski veit kattaróbermið hvað þýðir á mínum bæ að fara í sveit.
Ég hef litið í blöðin undanfarið, svona fer nú letin með mig, var jafnvel að hugsa um að splæsa í "Séð og heyrt" en lét það ekki eftir mér um sinn.
Einhverjar umræður eru um illa meðferð á verkamönnum uppi á hálendinu, misnotkun á börnum, líkamsárásir og sittlítið að hvurju flestu miður auk auglýsinga. Ég hef skoðanir á þessu öllu saman en læt þær liggja um sinn. Fuglinn þarf ekki að syngja allt sem hann kann.
Ég velti því fyrir mér hvað er til ráða? Hvað get ég gert?
Það er best ég geri eins og meirihlutinn, ekki neitt.
Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.
Kannski veit kattaróbermið hvað þýðir á mínum bæ að fara í sveit.
Ég hef litið í blöðin undanfarið, svona fer nú letin með mig, var jafnvel að hugsa um að splæsa í "Séð og heyrt" en lét það ekki eftir mér um sinn.
Einhverjar umræður eru um illa meðferð á verkamönnum uppi á hálendinu, misnotkun á börnum, líkamsárásir og sittlítið að hvurju flestu miður auk auglýsinga. Ég hef skoðanir á þessu öllu saman en læt þær liggja um sinn. Fuglinn þarf ekki að syngja allt sem hann kann.
Ég velti því fyrir mér hvað er til ráða? Hvað get ég gert?
Það er best ég geri eins og meirihlutinn, ekki neitt.
Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.
1 Comments:
Hahahahah miðað við að hann er andlega veðurtepptur hann Stúbert minn, þá virðist hann vera ansi klár :)
Knús
By Nafnlaus, at 12:39 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home