Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, júní 02, 2007

Auðug kona

Ég er einstaklega auðug kona, fullt af barnabörnum:

Þær eru útkeyrðar Lísa Lind og Hulda Líf að morgni dags hjá ömmu sinni.
Hulda glotti framan í ömmuna sem var að paufast með myndavél og trufla sjónvarpsgláp.
Þær eru ótrúlega sætar.
Dömurnar eru tuskulegar hjá ömmu sinni enda þrælar hún þeim út í garðatiltekt og annari óáran.

Ungur ömmustrákur kom í heimsókn á hjólinu sínu, Ágúst Haraldur skammar mig reglulega fyrir að vera ekki meira heima.
Vígalegur!

Til að afigösli missti ekki af dýrðinni sýndi hann tannleysuna, nýjar tennur að koma upp og niður en tannleysistímabilið er alltaf jafn sjarmerandi.

Núna eru tvær Reykjavíkurdömur í heimsókn, frjálsar eins og fuglinn hér í sælunni við Kveldúlfsgötuna. Þær sofa að sjálfsögðu ennþá, amman sofnaði löngu á undan þeim í gærkveldi. Afigösli vakti með þeim hann fékk hársnyrtingu, en ekki náðist af dýrðinnimynd.

Ætla að laumast við eldhúsverkin þar til skæruliðarnir vakna.

Njótum dagsins.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • I'm glad to see you are back, I have been looking for you every day....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:40 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com