Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, júlí 16, 2007

Nú vantar rigningu

Hér á mínu svæði er sól sól sól og sumarylur. Smátt og smátt þornar allt sem þornað getur, svo nú er þörf á rigningu, ég vil gjarnan stjórnast með hvenær hún kemur og hvenær hún fer.
Minn vilji er: rigning allar nætur nánar tiltekið frá klukkan eitt til fimm, rigningin á að vera mikil og droparnir falla beint niður. Sem sé eitthvað fyrir gróðurinn á svæðinu og eitthvað fyrir alla þá ferðamenn sem taka sig saman í andlitinu við hvert tækifæri og bruna að heiman eitthvað annað en heim, því svo virðist sem frí í einhverri mynd tákni: ekki heima.

Fækkað hefur um einn hér á bæ, aðstoðarmaður múrarameistara:unglingurinn á heimilinu:elsta barnabarnið snéri til síns heima.
Þær mæðgur hafa fengið íbúðina sem þær keyptu í hendurnar og flutningur hefur staðið yfir. Það var heldur tómlegt hér í gær ekki það að hún sé fyrirferðar mikil í umgengni heldur er núna skortur á hennar hljóðu nánd.

Dömunni þótti reyndar amman vera heldur kvöldsvæf, en við erum ekki öll eins. Hún vildi hafa mig sér við hlið þegar spennan var að ná hámarki í öllum þáttunum sem hún getur ekki misst af.

Frammundan er dagur sem er góður og allt gengur upp sem ég tek mér fyrir hendur, ef ekki núna þá næst.

Lífið er yndislegt, njótum þess.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com