Afmæli
Hér í morgundögginn í Borgarnesi er mikill friður, ég og ég erum vakandi, hinir sofa svefni hinna réttlátu. Gösli minn segir meinar og staðhæfir að þeir sem séu með slæma samvisku geti ekki sofið af því leiðir að ég er með slæma samvisku en hin þrjú með góða. Eins og fyrri daginn sel ég sögurnar hans Gösla ekki dýrari en ég keypti þær.
Tveir menn í lífi mínu eiga afmæli í dag, báðir mér mikils virði.
Gösli - til hamingju með sextíu og fjögur árin.
Hlynur - til hamingju með tuttugu og fimm árin.
Til hamingju með áttatíu og níu árin báðir tveir.
Og muna drengir mínir að sérhver dagur er góður dagur, við eigum ekki annan því dagurinn í dag er morgundagur gærdagsins og gærdagur morgundagsins. Úff endalaus speki.
Lífið er annars ljúft, rennur áfram í indælis ró, oft hef ég farið svo hratt yfir í óþolinmæði minni að ég hef misst af mörgu og yfirsést margt, hef svo oft gleymt að staldra við og njóta. Ég kann vel að meta í dag að njóta dagsins.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Tveir menn í lífi mínu eiga afmæli í dag, báðir mér mikils virði.
Gösli - til hamingju með sextíu og fjögur árin.
Hlynur - til hamingju með tuttugu og fimm árin.
Til hamingju með áttatíu og níu árin báðir tveir.
Og muna drengir mínir að sérhver dagur er góður dagur, við eigum ekki annan því dagurinn í dag er morgundagur gærdagsins og gærdagur morgundagsins. Úff endalaus speki.
Lífið er annars ljúft, rennur áfram í indælis ró, oft hef ég farið svo hratt yfir í óþolinmæði minni að ég hef misst af mörgu og yfirsést margt, hef svo oft gleymt að staldra við og njóta. Ég kann vel að meta í dag að njóta dagsins.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
2 Comments:
Til hamingju með þá báða
Soffía
By Nafnlaus, at 12:54 e.h.
Happy bithday to you happy birthday to you...happy birthday Hlynur and Gusli...happy birthday to you....
By Nafnlaus, at 8:46 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home