Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, júlí 12, 2007

Tólfti júlí

Þá er nú komið að því eitt barnabarnið hefur elst og búin með fyrsta tuginn, sem sé Hafdís Lilja Torfadóttir er tíu ára í dag, til hamingju með daginn Hafdís Lilja. Hún er búin að telja niður lengi, ég veit sem er að brátt mun hún hætta að telja, það er í okkur konum.

Ég heyri stundum þó ég sé ekki að hlusta, í gær heyrði ég eftirfarandi því ég var að hlusta:

Eftir þrjá daga er bæði farið að slá í fisk og gesti.

Ég er alltaf að læra, enda veitir ekki af ég veit trúlega ekki nóg, en ég veit lengra en nef mitt nær. Ég veit reyndar ekkert um hversvegna miðað er við nef eftilvill vegna þess að það skagar yfirleitt fram úr andlitinu?

En ég þarf ekki að vita allt og er oft feginn að vita ekki meira en ég veit, margt af því sem ég veit er einskis nýtur fróðleikur, margt af því sem ég vissi er ekki raunverulegt í dag. Raunveruleiki minn er síbreytilegur, þekking mín líka, viskan verður bráðum ekki viska lengur heldur hluti af lífsgæðum mínum, daglegum markmiðum fólgnum í betri líðan.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com