Soðin ýsa
Í gærkveldi sauð ég ýsu ekki eins og mamma gerði, þverskorna, heldur ýsuflök með kartöflum og smjöri, át ég svo allt sem ég hafði sett á diskinn. Einfalt og gott. Ég settist svo á meltuna fyrir framan sjónvarpið, sjónvarp er góður svæfingarmiðill.
Útundan mér, milli svefns og vöku, sá ég í eyru, tvö gul eyru. Ég kippti mér ekkert upp við þessa sýn, kannaðist við eiganda eyrnanna - fallegur rauðbröndóttur köttur sem stundum sveimar í kringum mig og mitt hús. Ég reyndi að spjalla við köttinn gula en hann hafði ekki áhuga á heimspekilegum umræðum um tilgang lífsins. Enda smekk köttur, kominn til að fá bita af ýsusporðinum sem nýsoðinn lá og beið eftir Göslaranum, ég að sjálfsögðu gaf honum ekkert enda þekkt fyrir nísku og að vera matsár auk þess sem kattareigendur í fjölskyldunni hafa tjáð mér að fiskur í fæði katta sé á stífu undanhaldi, fiskurinn hefur sem sé ekki roð í innfluttann kattarmat af öllum stærðum og gerðum. Kattarræfillinn fór því óétinn með skottið á milli fótanna frá mér og ég hélt áfram að dorma.
Vond kona ég..................................
Njótum dagsins.
Útundan mér, milli svefns og vöku, sá ég í eyru, tvö gul eyru. Ég kippti mér ekkert upp við þessa sýn, kannaðist við eiganda eyrnanna - fallegur rauðbröndóttur köttur sem stundum sveimar í kringum mig og mitt hús. Ég reyndi að spjalla við köttinn gula en hann hafði ekki áhuga á heimspekilegum umræðum um tilgang lífsins. Enda smekk köttur, kominn til að fá bita af ýsusporðinum sem nýsoðinn lá og beið eftir Göslaranum, ég að sjálfsögðu gaf honum ekkert enda þekkt fyrir nísku og að vera matsár auk þess sem kattareigendur í fjölskyldunni hafa tjáð mér að fiskur í fæði katta sé á stífu undanhaldi, fiskurinn hefur sem sé ekki roð í innfluttann kattarmat af öllum stærðum og gerðum. Kattarræfillinn fór því óétinn með skottið á milli fótanna frá mér og ég hélt áfram að dorma.
Vond kona ég..................................
Njótum dagsins.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home