Fréttir
Núna er verzlunarmannahelgi.
Ég er búin að fá að vita þetta stöðugt undanfarna daga! Og ætti að vera þakklát. Í blöðum, útvarpi og öllu öðru sem eitthvað hefur að gera með miðlun tóna og tals jafnvel held ég að draumaúthlutarinn hafai minnst á þetta. Ég væri örugglega án þessarar vitneskju ef ég byggi ein á eyðieyju.
Ég heyri og sé auglýsingar tengdar þessari helgi, ég heyri og sé tilkynningar um allt milli himins og jarðar, líka varnaðarorð af ýmsum toga. Ég reyndi að hlusta á útvarp en skipti yfir í þögnina. Mér finnst þögnin góð. Mér finnst kyrrðin góð. Mér finnst gott að vera hljóð með sjálfri mér.
Ég hef tekið ákvörðun um að forðast upplýsingamiðla á næstu dögum, ég held að næstu fréttir og umfjöllun um þær verði tíundun á hremmingum helgarinnar merkilegu sem nú er að líða. Ekkert/fátt er óskemmtilegra en forarvelta yfir hremmingum og óförum annara.
Ég er á leið út í daginn, ég vona að hann verði venjulegur og ég kunni að meta hversdagsleikann með öllum sínum sjarma.
Svo er það minni stóri galli, ekki allir litlu heldur sá stóri; hugsun, þegar ég fer að hugsa fer allt alltaf í flækjur, ég hef verið að hugsa um að hugsa um heilsuna. Núna skil ég ekkert í að ekkert er að gerast í heilsumálum hjá mér. Er ekki nóg að hugsa? Svo væri nú aldeilis gaman að vita hvernig maður hugsar, ég hugsa stundum um það. Kannski er best að hætta að hugsa og fara að íhuga? Ætli það skili árangri, ég meina betri árangri?
Nú þá þarf ég að vita hvað árangur er. Ég segi nú enn og aftur við hvað er miðað og hvernig er mælt?
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.
Ég er búin að fá að vita þetta stöðugt undanfarna daga! Og ætti að vera þakklát. Í blöðum, útvarpi og öllu öðru sem eitthvað hefur að gera með miðlun tóna og tals jafnvel held ég að draumaúthlutarinn hafai minnst á þetta. Ég væri örugglega án þessarar vitneskju ef ég byggi ein á eyðieyju.
Ég heyri og sé auglýsingar tengdar þessari helgi, ég heyri og sé tilkynningar um allt milli himins og jarðar, líka varnaðarorð af ýmsum toga. Ég reyndi að hlusta á útvarp en skipti yfir í þögnina. Mér finnst þögnin góð. Mér finnst kyrrðin góð. Mér finnst gott að vera hljóð með sjálfri mér.
Ég hef tekið ákvörðun um að forðast upplýsingamiðla á næstu dögum, ég held að næstu fréttir og umfjöllun um þær verði tíundun á hremmingum helgarinnar merkilegu sem nú er að líða. Ekkert/fátt er óskemmtilegra en forarvelta yfir hremmingum og óförum annara.
Ég er á leið út í daginn, ég vona að hann verði venjulegur og ég kunni að meta hversdagsleikann með öllum sínum sjarma.
Svo er það minni stóri galli, ekki allir litlu heldur sá stóri; hugsun, þegar ég fer að hugsa fer allt alltaf í flækjur, ég hef verið að hugsa um að hugsa um heilsuna. Núna skil ég ekkert í að ekkert er að gerast í heilsumálum hjá mér. Er ekki nóg að hugsa? Svo væri nú aldeilis gaman að vita hvernig maður hugsar, ég hugsa stundum um það. Kannski er best að hætta að hugsa og fara að íhuga? Ætli það skili árangri, ég meina betri árangri?
Nú þá þarf ég að vita hvað árangur er. Ég segi nú enn og aftur við hvað er miðað og hvernig er mælt?
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.
2 Comments:
Hæ Hafdís þetta er fín bloggsíða hjá þér og þér fer vel að skrifa haltu áfram það er bæði gaman og gott að lesa þetta hjá þér kveðja Eva Björk dóttir Kibbu
By Nafnlaus, at 11:25 f.h.
Takk fyrir Eva Björk, mér þykir hólið gott
By Nafnlaus, at 6:30 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home