Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Ágúst

Nú er kominn ágúst mánuður ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum, ég er með opið út og kulda setur að loppunum. En ég er íslenskur harðjaxl og fer ekki til þess að loka.

En ég er svo glöð í dag yfir að eiga nóg af öllu, allir miðlar landsins eru veltandi sér upp úr tekjum og tekjuleysi landans. Enginn veltir sér upp úr því hvernig mér reiðir af og það er vel. Ég gleðst með þeim sem vegnar vel og eiga nóg fyrir sig og sína, ekki er verra að eiga afgang, ég vona að allir njóti sem lengst og mest.
Svona í framhjáhlaupi er alltaf gott að eiga umfram það sem er nóg, hefði stundum viljað það en í dag er allt sem ég þarfnast til staðar ekki endilega það sem mig langar mest í enda er sá þáttur ekki tengdur peningum eða veraldlegum auði heldur einfaldlega því að ég vildi að Torfinn minn væri enn hjá okkur lifendum. En um það getur auður engu breytt eða neitt annað. Lífið bara er.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com