Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Heima

Heima eftir dulítið langa útlegð, er búin að sjá að ég þroskast hægt en þroskast samt. Hef enn gaman af vertíðarvinnuskorpum, ég er sem sé að dudda mér við að vinna 200 tíma á 24 dögum.

Það er fyrir utan hefðbundin dagleg störf eins og hús-og morgunverk, ætli ég verði ekki með verki þegar vinnutörn lýkur en það verður þá og ég vinn með það þegar að því kemur.

Óhemju skynsöm kona.

Ég verð nú að segja frá sjöþúsund og fimmhundruð krónunum sem ég þurfti að borga á dögunum í hraðaksturssekt, mér er nær ég veit, ég veit. En snögt samt.
Ég keyri mikið milli Reykjavíkur og Borgarness, ek á 90-100 km hraða nema í göngunum. Nú ég er alltaf skilin eftir ein og síðust bíla, allir skjótast fram úr bæði með og án aftanívagna. Allt í lagi með það ég kemst þó hægt fari.

Svo var ég ein á ferð einn blíðan morgun, þurrt, bjart og ég alein á ferð - hvergi annar bíll , mynd var tekin af mér við Fiskilæk, frúin á hundrað km hraða. Nú dæmd með þriggja kílómetra frádrætti fyrir akstur á 97 km hraða, sekt kr. 10.000.- borga strax kr. 7.500.- búin að borga en sé eftir aurunum. Það er dýrt að vera ökuníðingur, ég reyni að læra af þessu og haga mér betur á næstunni.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Ég vissi að ég hefði ökuníðingsgenin einhversstaðar frá. LOL myndin hlýtur að hafa verið tekin í meðvind!
    :)
    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com