Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Fúnir fingur

Ég held að bloggleti sé eitthvað hugtak sem vert er að gefa gaum. Hvað í óskupunum er það? Hvað er blogg? Ég veit hinsvegar að leti er dyggð en ekki löstur.

Ég er ein af mörgum sem hef gaman af að röfla á lyklaborð, eða röflar einhver á lyklaborð? Allavega hef ég gaman af því að setja hugsanir mínar á blað eða skjá. Það er dálítið undarlegt að hafa þörf á að tjá sig um ekki neitt eða lítið, eða hafa skoðanir á skoðunum annara. Má vera að í mér blundi laumurithöfundur? Sem vonast til að snilldin verði uppgötvuð einhverstaðar út í hinum stóra heimi, er hégóminn að læðast í fylgsnum hugans? Já víða liggja vangavelturnar. Að velta vöngum yfir engu - er það ekki helber tímasóun? Sá spyr sem ekki veit.

Líf mitt er ljúft sit daglangt og sauma út og hekla á barnabörnin sem væntanleg eru í næsta mánuði, hlusta á þögnina. Stundum finnst mér þögnin vanmetin, þegar ekkert utanaðkomandi hljóð er heyri ég vel hugsanir mínar og þær eru margar hverjar snilldin ein.

Njótum lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Já það styttist í barnabörnin! Rosalega er þetta fljótt að líða.. Mun samt seint sjá Hlyn fyrir mér sem nokkuð annað en 5 ára patta :)
    Hafðu það gott

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com