Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, september 16, 2007

Hvíslað

Við gamla settið hvíslumst á, tvö barnabörn sofa fallega og hljótt hljótt er í húsinu. Þau eru falleg þegar þau sofa og falleg þegar þau vaka. Við eru rík.

Haustið sígur yfir kyrlátt og fullt af litum, Hafnarskógurinn skartar sínu fegursta, Snæfellsjökull er fjarskafagur og leirurnar kyrrlátar.

Uss uss það sofa fleiri í húsinu, stórir skór og minni skór eru í forstofunni, sonurinn hefur komið heim í skjóli nætur og unnustan með.

Við erum allt í einu sex í húsinu, best að fá sér kaffi.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com