Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, september 15, 2007

Heima

Komin heim í heiðardalinn eftir vikuútlegð er í margumræddum vertíðarfíling þessa dagana og leggst reglulega í víking til vinnu, vinn þá lámark áttatíutíma á viku og hef það svo gott.

Við hjónakornin hér í Borgarnesinu erum búin að fá okkur hafragraut í morgunverð, einstök upplifun það að sitja saman slúðra og vera til bara fyrir okkur ein, einfalt og þægilegt. Hver heldur því fram að lífið sé flókið, dýrt og marklaust.

Fátt yndislegra en borða hafragraut með manninum sem ég elska.

Lífið er ljúft - njótum þess.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com