Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, september 07, 2007

Auglýsingar

Ég þessi undurfagra kona er dálítið undrandi hlessa og bit í dag. Ég dossa og slæ mér á lær.
Ég gerði það af skömm minn að fletta fréttablaðinu góða sem kemur inn um löglegu bréfalúguna mína dag hvern.
Ég man ekki eftir neinni frétt úr þess annars ágæta blaði. En ég hnaut um matarauglýsingar.
Matarauglýsingar ójá, heilu síðurnar. Til hvers að auglýsa mat?

Ég sem bý að mestu í Borgarnesi hef um tvær matvöruverslanir að velja. Bónus og Samkaup.

Þegar ég er í Reykjavík þá hef ég allar hinar og það er vel.

Ef ég þarf í búð, fer ég í Bónus, ef ekki fæst það sem mér hugnast þar þá fer ég annað, afar einfalt kerfi hjá mér. Gildir bæði í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Ég keyri ekki/geng ekki/hjóla ekki milli hverfa eða landshluta til að eltast við auramismun eða krónumismun. Ég er greinilega ekki með allt á hreinu varðandi verðlagningu og samkeppni.
Allavega held ég að verðið á vörum almennt væri lægra ef ekki kæmu til auglýsingar sem við borgum með hærra matvöruverði en ekki er alltaf rétt það sem ég held.

Ójá misjafnt er mannanna bölið en ég er jú þakklát fyrir að ekkert annað en auglýsingar dagblaða raska ró minni. Sem þýðir að lífið leikur við mig og ég leita eftir einhverju til að nöldra yfir.

Sem sé mér líður vel í eigin skinni þrátt fyrir örlítinn morgunpirring yfir hlutum sem ég hef enga stjórn á.

Ég er líka fegin að vera í eigin skinni annara færi mér illa.

Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com