Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, september 03, 2007

Vinnuvika

Sumarleyfi lokið. Við höfðum afar gott af fríinu bæði tvö.
Það er sæla að þurfa ekki að vera farandi eða gerandi sitthvað mismerkilegt í fríum. En hvað með það lægðir streyma að með tilheyrandi haustveðri, það er gott að geta gengið að því vísu að eftir sumar kemur haust svo vetur og aftur vor og sumar. Mikið merkilegt það. En svo venjulegt haust er gott með sinni litadýrð, roki, rigningu og stöku stormi. Gott að kúra við kertaljós og rómantík í faðmi þess sem elskaður er og elskar án skilyrða.

Bráðum koma svo jólin með sínum friði og dýrð, konfekti og kökum. En áður en jólin koma bara fljótt fljótt koma tvö barnabörn, eitt sonarbarn og eitt dótturbarn, sem eru ömmubörn. Alltaf eitthvað að hlakka til.

Ég er ótrúlega lánsöm kona, sem veit að hamingjan er í höndum mínum. Ég nýt þess að vera til.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Sæl
    Ég kannaðist aðeins við son þinn, frá Grundarfirði.
    Þakka þér fyrir þitt innlegg á síðuna mína
    Kveðja
    Ragnheiður

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com