Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, september 12, 2007

Afmælisdagur

Sonur minn elsti á 34 ára afmæli í dag, ef hann hefði lifað hefði ég heyrt honum kátum og hressum eftilvill stórkarlalegum og hrokafullum en skemmtilegum. Ég hefði fengið sögu, sögu sem ég trúlega hefði dregið í efa sannleiksgildið á en vel sagða snjalla og fyndna.

Ég óska honum til hamingju með daginn hvar sem hann og minnist margra skemmtilegra afmælisdaga, og lífið heldur áfram einn dag í einu.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Góð og sönn lýsing á góðum dreng....:) Hann væntanlega segir einhvejum öðrum sögurnar í dag!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:37 f.h.  

  • 34 years ago you gave birth to a beautiful healthy boy....remember that day....happy birthing day...love you....

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com