Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, september 29, 2007

Stormur

Stormur í aðsigi?

Ójá komið að uppáhaldsbarninu sem á von á Stormi um þessar mundir samkvæmt sónartæki, amma og afi í Borgarnesi eru farin að bíða, afi bíður reyndar í vinnunni en er búin að setja á ískápinn úrklippu með "Stormur" á í tilefni dagsins. Ég er ótrúlega heppin tvö barnabörn á sama árinu og á svipuðum tíma. Guð er góður.

Ekki er reyndar ljóst hvort Stormur er strákur eða stelpa enda skiptir það ekki meginmáli í heimi kraftaverkanna.

Hún dóttir mín grunar reyndar að ég ætli að hanga á snerlinum heima hjá henni -yfirspennt gamla konan. Ég sem er ráðsett virðuleg eldri kona, nú dossar í mér.

Haustið er aldeilis ekki tími tregans eins og stendur í kvæðinu, haustið er tíminn þegar veðrið veit ekki alveg hvort það er vetur eða sumar. Haustið er tími töfrandi litbrigða. Haustið færir mér ótrúlega gleði.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com