Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, október 05, 2007

Yndisleg

Ég sjálf er loksins búin að uppgötva að ég er yndisleg, ekki slæmt fyrir konu á mínum aldri. Og aldur minn er frábær, heillandi og skemmtilegur.

Gösli minn segir á stundum að ég sé vitleysingur, hann elskar sem sé vitleysing. Það er gott á stundum að vera laus við vitið valsa um hamingjusamur og áhyggjulaus.

Engar áhyggjur af veðrinu, efnahagsástandinu, eymd volæði og aumingjaskap eða bara áhyggjulaus almennt og yfirleitt.

Sem sé: yndislegt að vera vitleysingur.


Við gömlu hjónin erum að bíða, bíða , bíða og bíða. Við bíðum eftir Storminum hennar Soffíu og Helga, hann virðist vera rólegheitar barn, enda er hlýtt og notarlegt í móðurkviði.

Ég kem mér fyrir á snerlinum á MT52.


Ég er glöð yfir að vera eins og ég er en ekki eins og einhver annar.


Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com