Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, október 03, 2007

Aldrei er góð vísa of oft kveðin.


Hlustun

Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og byrjar þú að gefa mér ráð
hefur þú ekki orðið við bón minni.
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þú byrjar á því að segja mér
að líðan mín ætti að vera öðruvísi,
þá ertu að troða á tilfinningum mínum.
Þegar ég bið þig að hlusta á mig
og þér finnst þú verðir að gera eitthvað
til að leysa mín vandamál,
þá hefur þú brugðist mér, skrítið ekki satt?
Hlustaðu! Allt sem ég bað um var að þú hlustaðir.
Ekki tala eða gera - bara heyra.
Ráðleggingar eru ódýr lausn.
Ég get gert hlutina sjálf; ég er ekki ósjálfbjarga.
Þegar þú gerir eitthvað fyrir mig sem ég get gert
og verð að gera sjálf,
þá leggur þú fram þinn skerf til að auka ótta minn
og veikleika.
Ef þú einfaldlega viðurkennir líðan mína, hversu
óskynsamleg sem hún er.
Þá get ég hætt að reyna sannfæra þig, snúið mér að
því sem máli skiptir og reynt að skilja ástæðuna fyrir
líðan minni.
Þegar það er ljóst, eru svörin augljós og ég þarfnast
ekki ráðlegginga.
Óskynsamleg líðan hefur merkingu þegar við skiljum
hvað liggur að baki.
Ef til vill er það þess vegna sem bænin hjálpar,stundum,
fyrir suma,
vegna þess að guðirnir eru hljóðir. Þeir hafa ekki ráð á
reiðum höndum og reyna ekki að redda hlutunum.
Þeir hlusta bara og láta þig finna leið.
Þess vegna bið ég þig að hlusta og heyra.Ef þig langar
að tala,hinkraðu þá augnablik,og ég skal hlusta á þig.

Njótum.


Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com