Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, október 25, 2007

Rigning

Mér finnst rigningin góð!

Umræðan hér við morgunverðarborðið var djúp að vanda, heimsmálin tekin og skeggrædd.

Byrjað var á rigningunni.

Óttalega rignir mikið sagði undirrituð/ofanrituð/ruslafata umvafinn í teppi með blómamynstri.

Það hefði mátt rigna meira í sumar rumdi í mínum heittelskaða - alklæddum.

Árið verður að meðaltali gott hvað varðar rigningu sagði ég og brosti. Málið útrætt og sett til hliðar ásamt annari speki aldanna.

Svo voru það blöðin, þeim flett, ekkert vert að lesa. Blöðum hent.

Þá kom að heilsunni > ekkert kvarthæft svo okkur báðum líður vel. Tekið af dagskrá.

Að lokum það skemmtilega:

Að hvartbregða? Mér hvartbrá!

Humm! Já. Mér brá. Kannast við það.

Mér varð hverft við. Þekki það.

En mér hvartbrá - hvorugt okkar skildi til fulls. Undur og stórmerki við þetta vel lesna, vel menntaða og vel skynsama fólk.

Er þetta orð skylt:
Ljósbrá
Kolbrá
Járnbrá

Ja hérna hér og hana nú.

Leggst undir feldinn góða (sem er reyndar orðinn slitinn) íhuga málið, húxa mitt mál.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com