Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, nóvember 03, 2007

Það er laugardagsmorgun

Og við gamla settið höfum setið og íhugað lífið tilveruna og annað skemmtilegt hér í Borgarnesinu. Helsu fréttir eru að það á að skíra Körfu litlu Hlynsdóttir inn í kristna kirkju á morgun og gefa henni nafn í leiðinni, fínt að gera þetta á sunnudegi og það sunnudeginum þegar tvíburabræður mínir eldast um eitt árið enn, það er gott að eldast.

Hjá okkur turdildúfunum eru tvær ungar stúlkur ljóshærðar og laglegar, þær spilla okkur en gera okkur líka að betra fólki með blíðu sinni og einlægni.

Það er gott að vera til ekki annað hægt að segja.

Hálfsvíinn er með athugasemdir um bloggleti og annan ósóma hef bætt úr.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Hi sis, i'm looking for more pictures of the 2 new grandchildren..........Storm and Windy...lol

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com