Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, nóvember 05, 2007

Hvað skiptir mig máli?

Allt fyrir þig Matta Syss!
Óliver Bjarkason varð tveggja ára nú í október, í jakkafötum, vesti og með bindi svo smekk.
Fínastur í jakkafötum og í stígvélum, amma elskar uppáklædda unga menn!

Það sem skiptir máli er það sem stendur mér nálægt, barnabörnin:


Dótturdóttirin Hrefna Helgadóttir
Sonardóttirin Heiðrún Björg Hlynsdóttir
Sonarsonurinn Óliver Bjarkason
Sonardótturin Hafdís Torfadóttir
Sonardóttirin Karólína Torfadóttir
Sonardóttirin Hulda Freysdóttir
Sonarsonurinn Ágúst Freysson
Sonardóttirin Magnea Óðinsdóttir
Og allar ömmustelpurnar sem ég á líka: Kata, Lísa, Harpa, Andrea, Birgitta, Heiða sem sé allar stelpurnar hans Óla hennar Ingu syss.
Karen og Heiðdís Söndrudætur og Sandra er dóttir Ingu syss.
Öll börnin mín, systkyni mín, í raun allir sem ég umgengst, mynda tengsl við, mér finnst í raun ekki skipta máli með blóðbönd heldur einnig þau tengsl sem myndast við samskipti og nærveru. Ég er þessa dagana afar upptekin af barnabörnunum, þau eru svo stórfengleg, friðsæl og einstök.



Okkur Óliver finnst gaman að vera tvö ein, hann að pósa og ég að dáðst að honum.(hoppa í sófanum þegar engin annar er heima)
Hér erum við systur, sætar og sællegar.
Heiðrún og Hlynur svo aldeilis alveg eins, lagleg bæði tvö alveg eins og amman.


Svo vill nú til að Heiðrún á mömmu sem heitir Unnur Edda, bara svo allir haldi ekki að Heiðrún(Fyrirsætan )sé eingetin af föður.


Svo passar Heiðrún alveg við mig!

Hér er nú Hrefna (veðurdís) Helgadóttir, alsæl hjá ömmu sinni enda voða fín amma sem hún á.

Södd og sæl, sofandi á ömmuöxl.



Hvurslags meðferð er þetta eiginlega á mér Amma?



Afi Gösli er alltaf jafn sætur og tekur okkur öllum eins og við erum.

Hér er hún Hafdís Torfadóttir sposk á svip.


Ótrúlega svipfögur ung dama Lísa Lind Ólafsdóttir.



Fann svona sæta mynd af Jóni bróður og hans fjölskyldu.

Matta syss ekki fleiri myndir hér í þessari tölvu en meira annarsstaðar sem koma þá fyrr en varir.

Njótum þess sem við höfum, fortíðin er liðin og við erum frjáls af henni, framtíðin er óskrifað blað svo dagurinn í dag er gærdagur morgundagsins njótum hans í botn og allra sem við þekkjum.










Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Verð að óska þér til hamingju með allan þennan hóp. Og enn bætist við prinsessa, ekki bara ein heldur tvær. Þú ert rík.
    Friggja

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:01 e.h.  

  • sis...I love Oliver's socks...just like amma...krunk...krunk..thanks for showing me the pictures...I thought Soffia was going to name her little girl..STORM....O well...love u

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com