Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, nóvember 12, 2007

Morgun

Oft er ég morgunbjört og fögur, nú er ég fögur. Morgundimm og fögur - hljómar ekki sérlega vel, ekkert bjart yfir þeirri staðreynd. Það er dimmt yfir, malbikið svart enda er tólfti nóvember í dag skammdegið siglir brátt í hámark og svo er mamma mín áttræð, til hamingju mamma mín.

Jólin innan seilingar, börnin gleðjast, vonandi foreldrarnir líka. Einhver ætti að vera glaður yfir 700 milljóna leikfanga kaupum. Ég held þó að búðareigendur séu sælastir.

Ég velti því á stundum fyrir mér hvert allt fer sem ekki selst, veit að mat er hent.

Hvað með fötin sem ekki seljast?
Húsgögnin sem ekki seljast?
Leikföngin sem ekki seljast?
Allt glingrið og afþurrkunarefnið sem ekki selst?

Allt fer úr tísku, verður óþarfi, nýtt kemur gamalt fer. Yfirfull hús af lítilsverðum hlutum, sjaldan eða ekki notuðum, fáum eða engum til gleði.

Ég er pappírsþurrkudrottning Íslands, veit satt að segja ekki hvað ég gerði án pappírsþurrkna. Kannski tæki ég til hendinni og notaði bekkjarýjur ef í nauðir ræki. Sé til, hugsa málið.

Ég er að hugsa um að kaupa mér eggjasuðutæki í dag. Er með smá laust skáparými.



Þetta er góður dagur, mér líður vel, heilsan fráfær, skapið gott þrátt fyrir nöldur og taut enda eins og hann Gösli minn segir ég væri ekki ég ef ég væri ekki eins og ég er. Þó eru áhöld um það á heimilinu.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

6 Comments:

  • Þú ættir að skoða ofan í gámana hjá Sorpu við tækifæri. Síðast þegar ég fór voru þrjú nýleg sjónvarpstæki mölbrotin ofan í gám.
    Enda komin stærri og betri tæki í búðirnar.
    Friggja

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:18 e.h.  

  • Þú ættir að skoða ofan í gámana hjá Sorpu við tækifæri. Síðast þegar ég fór voru þrjú nýleg sjónvarpstæki mölbrotin ofan í gám.
    Enda komin stærri og betri tæki í búðirnar.
    Friggja

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:18 e.h.  

  • Sorry

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:18 e.h.  

  • Er Borgnesingurinn nokkuð að tapa sér í jólaundirbúningi??

    Auðnukveðjur af auðri jörð hér í miðri andans auðn!

    By Blogger Gunnar , at 4:24 e.h.  

  • Jææææææææææja!

    Er bloggið komið í jólafrí? :)

    Kv

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:20 f.h.  

  • já maður fer að örvænta svona í prófalestrinum....

    By Blogger marta, at 10:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com