Sumarið er komið
Sumardagurinn fyrsti.
Ég er stödd á rómantískum stað, á þessum degi elskenda. Allavega elskum við hvort annað skilyrðislaust ég og Gösli minn.
Þar sem hann er að vinna og ég sit og horfi út á leirurnar með ástarsöng fugla í eyrum þá líður um hugann sitt hvað fallegt:
Það er gott að elska
Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti inn
ég sat við gluggann með kaffið var að horfa á himininn
geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín.
Viðlag:
og Það er gott að elska
og það er gott að elska
og það er gott að elska
konu eins og þig.
Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
ú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
Og það er gott ...
Og nú er ég orðinn faðir og finn hvursu ljúft það er
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.
Og það er gott ...
Bubbi Morthens
Með þér
Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég.
Menn segja ég sé breyttur og syngi um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira en lífið sjálft
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft
Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljóskoss og stök rós.
Bubbi Morteins
Ást
Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.
Svali á sumardögum
og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli
og söngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum
og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið
og guð á himnum að vin.
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð
til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en eg elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði eg að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð og við.
Sigurður Norðdal
Ástarljóð til þín
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn
aldan í víkinni stafina þvær
burt hafa skolast
mín ljóð fyrir lítið
þeim eyddi hinn síkviki sær.
Úr fjörunnar sandi
þar borgir við byggðum
því bernskan við sólinni hlær.
Fegurstu draumar
og framtíðarsýnir
en flóðið það sléttaði þær.
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn
aldan hún stafina þvær.
Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
og fegurstu vonir
draumar og þrár.
Ósamið ljóð mitt
það lifnar við seinna
og líka mín ógrátin tár.
Háflóðið eyðir því
allt mun þar hverfa
orðvana sandurinn grár
alltaf jafn nýr eins og
mynd þín í muna
mér verður um ókomin ár.
Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
fegurstu draumar og þrár.
Gleðilegt sumar
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Ég er stödd á rómantískum stað, á þessum degi elskenda. Allavega elskum við hvort annað skilyrðislaust ég og Gösli minn.
Þar sem hann er að vinna og ég sit og horfi út á leirurnar með ástarsöng fugla í eyrum þá líður um hugann sitt hvað fallegt:
Það er gott að elska
Það var einn morgun snemma sumars þegar sólin kíkti inn
ég sat við gluggann með kaffið var að horfa á himininn
geislarnir tipluðu inn á hvítum fótum og földu brosin sín
og fundu þig undir sænginni mjúku og opnuðu augun þín.
Viðlag:
og Það er gott að elska
og það er gott að elska
og það er gott að elska
konu eins og þig.
Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér
ú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
Og það er gott ...
Og nú er ég orðinn faðir og finn hvursu ljúft það er
að fá furðu smáar hendur að morgni dags um háls á mér.
Og gagnvart konu eins og þér er ástin mitt eina svar
og ef það er líf eftir þetta líf þá mun ég elska þig líka þar.
Og það er gott ...
Bubbi Morthens
Með þér
Sérðu ekki við fæddumst til að standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gamall og ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara - með þér er ég bara ég.
Menn segja ég sé breyttur og syngi um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira en lífið sjálft
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki heilt né hálft
Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljóskoss og stök rós.
Bubbi Morteins
Ást
Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.
Svali á sumardögum
og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli
og söngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum
og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið
og guð á himnum að vin.
Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð
til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en eg elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði eg að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð og við.
Sigurður Norðdal
Ástarljóð til þín
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn
aldan í víkinni stafina þvær
burt hafa skolast
mín ljóð fyrir lítið
þeim eyddi hinn síkviki sær.
Úr fjörunnar sandi
þar borgir við byggðum
því bernskan við sólinni hlær.
Fegurstu draumar
og framtíðarsýnir
en flóðið það sléttaði þær.
Ástarljóð til þín ég yrki í sandinn
aldan hún stafina þvær.
Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
og fegurstu vonir
draumar og þrár.
Ósamið ljóð mitt
það lifnar við seinna
og líka mín ógrátin tár.
Háflóðið eyðir því
allt mun þar hverfa
orðvana sandurinn grár
alltaf jafn nýr eins og
mynd þín í muna
mér verður um ókomin ár.
Fortíðin geymist í fjörunnar sandi
fegurstu draumar og þrár.
Gleðilegt sumar
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
3 Comments:
Gleðilegt sumar, og takk fyrir öll innlitin í vetur. Ég lít hingað alltaf inn nokkrum sinnum á viku, þó minna fari fyrir álitsgjöfunum. Ástæðan er aðallega langlokan sem ég þarf að slá inn til að geta kommentað. Læt mig hafa það núna í tilefni dagsins. Bestu kveðjur og haltu áfram þessum prýðilegu skrifum sem lengst. GTh.
By Gunnar , at 5:00 e.h.
Þessu "alltaf" þarna ofan til er ofaukið. Sorrí (og nú þarf ég að slá alla endaleysuna inn aftur)
(nei, hvað sé ég, einu sinni er nóg, ég er enn innskráður! )
By Gunnar , at 5:02 e.h.
Gunnar minn ég er svo glöð með þig.
Sumarið verður ljúft.
By Hafdís, at 5:59 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home