Beiskjan uppmáluð.
Beiskjan uppmáluð, niðurmáluð eða teiknuð upp á vegg.
Ég er beisk, bitur, brúnaþung og niðurbrotin á sál og líkama.
Ég er á rangri hillu í lífinu. Ég ætti að vera einn af ráðamönnum þjóðarinnar.
Þá biði mín ekki kreppa, sultardropar úr mínu fagra nefi eða gjaldþrot.
Ráðamenn íslenskir sem og af öðru þjóðerni, sitja feitir og pattaralegir og njóta lífsins. (Gildir um afkomendur þeirra, vini og kunningja).
Út um annað munnvikið beina þeir orðum sínum til þegnanna og segja ábúðafullir á svip:
"Draga saman"
"Sýna aðhald"
"Nauðsynlegar ráðstafanir"
Ég er nú eftirvill ekki sú best lesna í sögu landsins en það er eins og mig rámi í að sjaldnast séu forsvarsmenn þjóðarinnar í biðröð hjá hjálparstofnunum.
Má vera að heilabilun hækkandi aldurs hafi þar áhrif.
Ég er hætt beiskjutali, fer út í daginn, vinn mína vinnu af alúð og dyggð á þeim launum sem ráðamenn vorir skammta öðrum ríkisstarfsmönnum naumt úr hnefa.
Ég er með umfram fitubirgðir svo vonandi tóri ég næstu sjö árin, þar til velmegun hefst á ný.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Ég er beisk, bitur, brúnaþung og niðurbrotin á sál og líkama.
Ég er á rangri hillu í lífinu. Ég ætti að vera einn af ráðamönnum þjóðarinnar.
Þá biði mín ekki kreppa, sultardropar úr mínu fagra nefi eða gjaldþrot.
Ráðamenn íslenskir sem og af öðru þjóðerni, sitja feitir og pattaralegir og njóta lífsins. (Gildir um afkomendur þeirra, vini og kunningja).
Út um annað munnvikið beina þeir orðum sínum til þegnanna og segja ábúðafullir á svip:
"Draga saman"
"Sýna aðhald"
"Nauðsynlegar ráðstafanir"
Ég er nú eftirvill ekki sú best lesna í sögu landsins en það er eins og mig rámi í að sjaldnast séu forsvarsmenn þjóðarinnar í biðröð hjá hjálparstofnunum.
Má vera að heilabilun hækkandi aldurs hafi þar áhrif.
Ég er hætt beiskjutali, fer út í daginn, vinn mína vinnu af alúð og dyggð á þeim launum sem ráðamenn vorir skammta öðrum ríkisstarfsmönnum naumt úr hnefa.
Ég er með umfram fitubirgðir svo vonandi tóri ég næstu sjö árin, þar til velmegun hefst á ný.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
1 Comments:
Mér finnst þessi síðasti pistill dálítið utangarðs eftir skoðun þess á undan. Krílið með kálið er ljós heimsins, það eru svona augnablik sem gera allt tal um bensínverð, vexti og kreppu í bílainnflutningi að hjáróma væli.
Meðan maður stendur upp á endann og er við þokkalega heilsu ásamt restinni af familíunni, skiptir þá gengissig eða vaxtamunur nokkru máli?
É´ld ekki.......
By Gunnar , at 5:55 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home