Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, mars 17, 2008

Spónamatur

er nú aldeilis ekki góður til lengdar, ég veit ekki með allt fólkið sem flykkist erlendis til og nærist á grasagraut og safa, vatni til hátíðarbrigða. Ætli það verði ekki innantómt og langleitt eftir marga daga í sulti og seyru.

Allt þetta er af hinu góða svosem en ristilhreinsunin sem núna er í tísku hlýtur að vera einstök, ég hef séð græjurnar og fýsir ekki ákaft til að sitja og horfa á það sem rúllað hefur í gegn um meltingarveginn minn. Jæja hvern varðar svosem um k.. og s...------------segi nú ekki annað.
Þar sem ég er komin á þann aldur að mér ber að hegða mér með tilliti til þess og vera orðprúð miðaldra og fögur.

Yngstu börnin mín tvö eignuðust sín fyrstu börn á síðasta ári og eru bæði með myndasíður á barnalandi.

Eldey Hrefna er með http://www.eldeyhrefna.barnaland.is/ og Heiðrún Björg er með http://www.heidrunbjorg.barnaland.is/

Ég á nú aldeilis fullt af barnabörnum sem öll eru lagleg, vel gerð, gáfuð og skemmtileg eins og amma sín. Það elsta fermdist í gær, Karólína Vilborg Torfadóttir vá hvað tíminn líður hratt, glæsileg ung dama þar á ferð. dagurinn var dýrðlegur svo ekki verði dýpra í árina tekið.


Ég velti mér stöðugt upp úr kreppunni og hvað sé í gangi þar, er líka að hugsa um að kaupa mér Ora grænarbaunir í dósum og koma fyrir í kjallaranum svona ef haframjölið þrýtur, er reyndar komin með nokkra sekki af kreppugrautsefni. Og veit að ég kann að endurnýta pokana þegar þeir eru orðnir tómir. Nýtti þá til mussugerðar í þá gömlu góðu, ofboðslega flottar flíkur.

Leggst yfir efnasöfnun í væntanlega kreppubók.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Til hamingju með fermingarbarnabarnið:) já tíminn flýgur......yngri stelpan mín er að fara að fermast á hvítasunnudag... og ég ný búin að vera á sama aldri og hún í stærðfræðitímum hjá þér;)
    kv.Ásdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 e.h.  

  • It is good to see you my sister..and congrats with Karolinu confirmation...I hope that you are good, I missed your blog....
    your big sis.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:52 e.h.  

  • what in the world is this kreppa you are talking about?
    your big sis.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:54 e.h.  

  • Engin kreppa í barneignum á þessum bæ!
    Til hamingju með ferminguna og allt hitt líka. Láttu bara Jónínu um stólpípurnar og grænfóðrið. Nú eru páskar og þá fær maður sér súkkulaði, miiiiikiiiiiið súkkulaði! (og ís á eftir....)

    By Blogger Gunnar , at 8:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com