Spónamatur
er nú aldeilis ekki góður til lengdar, ég veit ekki með allt fólkið sem flykkist erlendis til og nærist á grasagraut og safa, vatni til hátíðarbrigða. Ætli það verði ekki innantómt og langleitt eftir marga daga í sulti og seyru.
Allt þetta er af hinu góða svosem en ristilhreinsunin sem núna er í tísku hlýtur að vera einstök, ég hef séð græjurnar og fýsir ekki ákaft til að sitja og horfa á það sem rúllað hefur í gegn um meltingarveginn minn. Jæja hvern varðar svosem um k.. og s...------------segi nú ekki annað.
Þar sem ég er komin á þann aldur að mér ber að hegða mér með tilliti til þess og vera orðprúð miðaldra og fögur.
Yngstu börnin mín tvö eignuðust sín fyrstu börn á síðasta ári og eru bæði með myndasíður á barnalandi.
Eldey Hrefna er með http://www.eldeyhrefna.barnaland.is/ og Heiðrún Björg er með http://www.heidrunbjorg.barnaland.is/
Ég á nú aldeilis fullt af barnabörnum sem öll eru lagleg, vel gerð, gáfuð og skemmtileg eins og amma sín. Það elsta fermdist í gær, Karólína Vilborg Torfadóttir vá hvað tíminn líður hratt, glæsileg ung dama þar á ferð. dagurinn var dýrðlegur svo ekki verði dýpra í árina tekið.
Ég velti mér stöðugt upp úr kreppunni og hvað sé í gangi þar, er líka að hugsa um að kaupa mér Ora grænarbaunir í dósum og koma fyrir í kjallaranum svona ef haframjölið þrýtur, er reyndar komin með nokkra sekki af kreppugrautsefni. Og veit að ég kann að endurnýta pokana þegar þeir eru orðnir tómir. Nýtti þá til mussugerðar í þá gömlu góðu, ofboðslega flottar flíkur.
Leggst yfir efnasöfnun í væntanlega kreppubók.
Njótum hvers annars.
Allt þetta er af hinu góða svosem en ristilhreinsunin sem núna er í tísku hlýtur að vera einstök, ég hef séð græjurnar og fýsir ekki ákaft til að sitja og horfa á það sem rúllað hefur í gegn um meltingarveginn minn. Jæja hvern varðar svosem um k.. og s...------------segi nú ekki annað.
Þar sem ég er komin á þann aldur að mér ber að hegða mér með tilliti til þess og vera orðprúð miðaldra og fögur.
Yngstu börnin mín tvö eignuðust sín fyrstu börn á síðasta ári og eru bæði með myndasíður á barnalandi.
Eldey Hrefna er með http://www.eldeyhrefna.barnaland.is/ og Heiðrún Björg er með http://www.heidrunbjorg.barnaland.is/
Ég á nú aldeilis fullt af barnabörnum sem öll eru lagleg, vel gerð, gáfuð og skemmtileg eins og amma sín. Það elsta fermdist í gær, Karólína Vilborg Torfadóttir vá hvað tíminn líður hratt, glæsileg ung dama þar á ferð. dagurinn var dýrðlegur svo ekki verði dýpra í árina tekið.
Ég velti mér stöðugt upp úr kreppunni og hvað sé í gangi þar, er líka að hugsa um að kaupa mér Ora grænarbaunir í dósum og koma fyrir í kjallaranum svona ef haframjölið þrýtur, er reyndar komin með nokkra sekki af kreppugrautsefni. Og veit að ég kann að endurnýta pokana þegar þeir eru orðnir tómir. Nýtti þá til mussugerðar í þá gömlu góðu, ofboðslega flottar flíkur.
Leggst yfir efnasöfnun í væntanlega kreppubók.
Njótum hvers annars.
4 Comments:
Til hamingju með fermingarbarnabarnið:) já tíminn flýgur......yngri stelpan mín er að fara að fermast á hvítasunnudag... og ég ný búin að vera á sama aldri og hún í stærðfræðitímum hjá þér;)
kv.Ásdís
By Nafnlaus, at 9:46 e.h.
It is good to see you my sister..and congrats with Karolinu confirmation...I hope that you are good, I missed your blog....
your big sis.
By Nafnlaus, at 10:52 e.h.
what in the world is this kreppa you are talking about?
your big sis.
By Nafnlaus, at 10:54 e.h.
Engin kreppa í barneignum á þessum bæ!
Til hamingju með ferminguna og allt hitt líka. Láttu bara Jónínu um stólpípurnar og grænfóðrið. Nú eru páskar og þá fær maður sér súkkulaði, miiiiikiiiiiið súkkulaði! (og ís á eftir....)
By Gunnar , at 8:16 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home