Kreppuráð.
Ráð eru góð þægileg að gefa erfiðara að framfylgja.
Í væntanlegri kreppu, þarf meðal annars að spara rafmagnið. Og kyndinguna.
Rakst á þetta:
Í væntanlegri kreppu, þarf meðal annars að spara rafmagnið. Og kyndinguna.
Rakst á þetta:
Sparnaðarráð
Bæta má orkunýtni án aukakostnaðar, hér eru tíu ráð sem kosta ekkert en geta dregið verulega úr orkurkostnaði heimila:
- Lækka innihita niður í 20°C
- Slökkva alveg á raftækjum, ekki skilja þau eftir í biðstöðu
- Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun
- Ganga eða hjóla styttri vegalengdir
- Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél
- Hafa lok á pottum og pönnum og þekja alla helluna
- Setja gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi
- Vistakstur með mjúkum akstri og réttum loftþrýsting í dekkjum
- Ekki birgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum
- Fara í sturtu frekar en bað
Ég er svo hrifin af svona einföldum flottum ráðum en hvað geri ég:
- Oftast er hitinn fremur lítill í kringum mig enda með bilaða eigin miðstöð mér er yfirleitt of heitt.
- Þarna er ég aldeilis sek, tek mig saman í andlitinu. Einhver snillingurinn sagði mér að best væri að vera með einn alsherjar slökkvara svo ekki þyrfti að hlaupa um allt húsið.
- Sek, ég er út í eitt með opna glugga og oft opið út, mér er alltaf heitt. Geng þó um hálfnakin.
- Sek, geng bara út í bíl.
- Happa og glappa aðferðin á mínum bæ, segi mér samt til hróss að á öðru heimilinu er lifandi uppþvottavél.
- Fer eftir þessu án þess að vita afhverju, trúlega uppeldistengt.
- Ég er með rúllugardínur til að halda ljósinu úti yfir sumartímann hefur ekkert að gera með hitatap.
- Úps bílar eru ekki mín deild, keyri þá bara.
- Alveg er ég saklaus af þessu.
- Ég fer oftast í sturtu, stundum í bað. En velti fyrir mér sparnaði þar? Nota ég minna vatn í hálftíma sturtu en ef ég læt renna í bað? Sá spyr sem ekki veit.
Njótum dagsins, höfum áhyggjur af kreppunni þegar hún kemur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home