Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Kreppuráð.

Ráð eru góð þægileg að gefa erfiðara að framfylgja.

Í væntanlegri kreppu, þarf meðal annars að spara rafmagnið. Og kyndinguna.
Rakst á þetta:

Sparnaðarráð

Bæta má orkunýtni án aukakostnaðar, hér eru tíu ráð sem kosta ekkert en geta dregið verulega úr orkurkostnaði heimila:

  1. Lækka innihita niður í 20°C
  2. Slökkva alveg á raftækjum, ekki skilja þau eftir í biðstöðu
  3. Hafa glugga lokaða nema við gagngera loftun
  4. Ganga eða hjóla styttri vegalengdir
  5. Fylla ávallt þvottavél og uppþvottavél
  6. Hafa lok á pottum og pönnum og þekja alla helluna
  7. Setja gluggatjöld fyrir glugga að næturlagi
  8. Vistakstur með mjúkum akstri og réttum loftþrýsting í dekkjum
  9. Ekki birgja ofna með húsgögnum eða gluggatjöldum
  10. Fara í sturtu frekar en bað

Ég er svo hrifin af svona einföldum flottum ráðum en hvað geri ég:

  1. Oftast er hitinn fremur lítill í kringum mig enda með bilaða eigin miðstöð mér er yfirleitt of heitt.
  2. Þarna er ég aldeilis sek, tek mig saman í andlitinu. Einhver snillingurinn sagði mér að best væri að vera með einn alsherjar slökkvara svo ekki þyrfti að hlaupa um allt húsið.
  3. Sek, ég er út í eitt með opna glugga og oft opið út, mér er alltaf heitt. Geng þó um hálfnakin.
  4. Sek, geng bara út í bíl.
  5. Happa og glappa aðferðin á mínum bæ, segi mér samt til hróss að á öðru heimilinu er lifandi uppþvottavél.
  6. Fer eftir þessu án þess að vita afhverju, trúlega uppeldistengt.
  7. Ég er með rúllugardínur til að halda ljósinu úti yfir sumartímann hefur ekkert að gera með hitatap.
  8. Úps bílar eru ekki mín deild, keyri þá bara.
  9. Alveg er ég saklaus af þessu.
  10. Ég fer oftast í sturtu, stundum í bað. En velti fyrir mér sparnaði þar? Nota ég minna vatn í hálftíma sturtu en ef ég læt renna í bað? Sá spyr sem ekki veit.

Njótum dagsins, höfum áhyggjur af kreppunni þegar hún kemur.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com