Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, desember 26, 2007

Annar dagur jóla

Það er fátt fallegra en hvít jól, snjór og snjór. Ég er farin að eldast því ég neitaði að fara út og búa til engla með Gösla mínum en kannski næst.

Ekkert var spilað í gær eða ekkert hefur verið spilað um jólin hér á bæ eða lítið í það minnsta. Stækka þarf húsið og biðja um betra veður því flestir óttuðust að verða veðurtepptir einhverstaðar á leiðinni en svo reyndist bara vera ofankoma að einhverju ráði hér.

Meira seinna, meira kemur nú:

Ég fór og lagði mig.
Ég er með svo góða samvisku þessa dagana að það hálfa væri nóg, enda kemur Óli lokbrá í tíma og ótíma, dregur mig með sér inn í draumalandið, ekki er um neinar þvingunaraðgerðir að ræða heldur hreiðra ég um mig á sleðanum góða og við erum farin.

En inn á milli hef ég átt yndislegan tíma með fjölskyldunni eins og ætíð, jólin eru tími friðar ofáts og þakklætis.

Njótum dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com