Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, desember 24, 2007

Jólin

Nú styttist í pakkana. ( Ekkert hægt að kíkja, mannskapurinn er farin að sjá við mér!)
Nú styttist í matinn. ( Það er gott að borða, það er gott að borða - matinn hjá þér)
Nú styttist í konfektið. ( Úps, ég þurfti að athuga hvort það væri skemmt)

Hún er komin tilfinningin blíðust og best um að allt sé gott, allt sé fínt og ég hlakka til.

Ég segi og meina að mér þykir vænt um þá sem eru í lífi mínu daglega, vænt þykir mér einnig um þá sem hafa komið og farið í gegn um tíðina.

Njótum þess sem við höfum, hvers annars og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • You inspire me sis.......

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com