Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, desember 09, 2007

Allar fréttir af andláti mínu

eru stórlega ýktar þó svo ekki verði hjá því komist að segja örlítið frá langri fjarveru þá er ég snarlifandi. Og bara í sprækari kantinum.

Ég hef sem sé verið í hvíldarinnlögn á stað þar sem innkaupa-þrifa og jólasjúkar konur geta komist á fyrir um hálfa milljón á dag.

Ég hef lifað á hráfæði, lifandi fæði, ávaxtasöfum, korni og grænmeti ásamt bráðhollu íslensku vatni, grænu og hvítu tei.

Magahreinsun, ristilhreinsun, fitumæling, súrefnisklefar og saltvatnskúrar ásamt huglægri atferlismeðferð hafa gert mig að betri manneskju andlega og líkamlega.

Allt annað að sjá mig get ég sagt ykkur í trúnaði, orðin há og grönn, slank og fitt.

Með glansandi húð og hár og stöðugan niðurgang. En allt er á sig leggjandi fyrir betri heilsu.

Því miður var komið svo mikið ryk á jólaskrautið sem komið var upp að nú verð ég að haska mér í að endurhanna allt heila klabberíið, yndislegt ég held ég þurfi að skipta öllu út. Gott að hann Gösli minn telur ekki eftir sér að bæta við sig vinnu núna á aðventunni.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Þarna ertu! :)

    Ég vona að inná milli mælinga, súrefnisklefa, hreinsana og niðurgangs að þú hafir fengið smá hvíld..

    Knús - sjáumst fljótlega

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:23 f.h.  

  • Vér skrefarar höfðum satt best að segja áhyggjur af mögulegu ótímabæru brotthvarfi Borgnesingsins til annars heims. Það er gott til þess að vita að enn er kraftur í pikkfingrinum. Jólin koma á réttum tíma, skraut eða ekki. Jólin eru nefnilega ekki skraut. Slakaðu bara á, nóg er stressið annars staðar. GTh.

    By Blogger Gunnar , at 10:01 e.h.  

  • WOW...sis I was wandering what had happened, I looked for you all the time, missed your witt...glad you are clensed and polished..hope you'r also well.My best to You and your family, give Gosla a hug for me and Happy Holiday......see you soon.
    Your sista..

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com