Þorlákur
Lærður pisill, ekki það að ég viti hvað lærður pistill þýðir en hljómar vel ekki satt? Hér sit ég með sjálfstraustið mitt veika eins og stórskáldið forðum og velti fyrir mér deginum, lífinu og mér sjálfri.
Dagurinn fínn.
Lífið fínt
Ég fín.
Þá er nú ekkert meir að segja eða hvað? Það bilur nú oft hæst í tómri tunnu og svo er nú.
Talandi um daginn, þorláksmessu já þorláksmessu sem er hátíð út af fyrir sig, og í augnablikinu fyrir mig líka. Ein með sjálfri mér því heimilismeðlimir sofa svefni hinna réttlátu, þreyttir og sælir örlítil tilhlökkun sést í fari þeirra á vökutíma en þar sem þeir eru orðnir fullorðnir fer ég ekkert inn til þeirra og hlúi að þeim, þó svo hinir fullorðnu þurfi oft á því að halda. En ekki á þessum fallega morgni, eftilvill seinna. Horfandi fram á daginn; hún dótla mín og afleggjarinn hennar, skælistubban fríða ætla að koma í skötu og skrabbl. Ég geri ráð fyrir að dóttirin tvíhendi orðabókinn slitnu og góðu í þrátti við Göslarann okkar um meiningu orða og orðskrýpa meðan við Tútta borðum skötu. Ég hlakka svo til.
Varðandi lífið sjálft í sinni margbrotnu mynd þá er það yndislegt, ef ég þekkti ekki sorgina þá held ég að ég kynni ekki eins vel að meta gleðina og þakklætið sem ég finn fyrir á hverjum degi sem mér er gefin með öllu því frábæra fólki sem kemur inn í líf mitt og er í lífi mínu. Sumir stoppa um stund aðrir staldra lengur við allt með tilgangi og af öllu og öllum hef ég lært og er óendanlega þakklát frá dýpstu hjartarótum fyrir allt sem mér er gefið.
Varðandi mig sjálfa þessa fínu manneskju, þá er gott að vera ég fín hið ytra og innra, sátt og sæl, æðrulaus og hamingjusöm. Svo sérkennilegt að vera sífellt að uppgötva að hamingjan kemur innan frá. Og ekki síður að skilja hinar einföldu staðreyndir um sjálfan sig. Ég geri mig hamingjusama með afstöðu minni og framkomu.
Ofangreint raðað stafarugl er sem sé lærði pistill dagsins. Þá er honum lokið og ég get skrifað hitt og þetta eða þetta og hitt ólært. Það eru hvort eð er svo margir lærðir spekingar sem slá um sig orðræðu sem er illskiljanleg jafnvel þeim sjálfum að ég verð að fá að vera eins og ég er, ofvirk með athyglisbrest, örlítið á skjön við aðra menn, miðaldra en ekki ráðsett þó svo ég hafi flatst út í áranna rás.
Ég fer og klíp í pakkana, hristi þá og reyni að giska, þoli ekki pakka sem eru faldir í einhverju svo ég fatti ekki hvað í þeim leynist.
Njótum hvers annars.
Dagurinn fínn.
Lífið fínt
Ég fín.
Þá er nú ekkert meir að segja eða hvað? Það bilur nú oft hæst í tómri tunnu og svo er nú.
Talandi um daginn, þorláksmessu já þorláksmessu sem er hátíð út af fyrir sig, og í augnablikinu fyrir mig líka. Ein með sjálfri mér því heimilismeðlimir sofa svefni hinna réttlátu, þreyttir og sælir örlítil tilhlökkun sést í fari þeirra á vökutíma en þar sem þeir eru orðnir fullorðnir fer ég ekkert inn til þeirra og hlúi að þeim, þó svo hinir fullorðnu þurfi oft á því að halda. En ekki á þessum fallega morgni, eftilvill seinna. Horfandi fram á daginn; hún dótla mín og afleggjarinn hennar, skælistubban fríða ætla að koma í skötu og skrabbl. Ég geri ráð fyrir að dóttirin tvíhendi orðabókinn slitnu og góðu í þrátti við Göslarann okkar um meiningu orða og orðskrýpa meðan við Tútta borðum skötu. Ég hlakka svo til.
Varðandi lífið sjálft í sinni margbrotnu mynd þá er það yndislegt, ef ég þekkti ekki sorgina þá held ég að ég kynni ekki eins vel að meta gleðina og þakklætið sem ég finn fyrir á hverjum degi sem mér er gefin með öllu því frábæra fólki sem kemur inn í líf mitt og er í lífi mínu. Sumir stoppa um stund aðrir staldra lengur við allt með tilgangi og af öllu og öllum hef ég lært og er óendanlega þakklát frá dýpstu hjartarótum fyrir allt sem mér er gefið.
Varðandi mig sjálfa þessa fínu manneskju, þá er gott að vera ég fín hið ytra og innra, sátt og sæl, æðrulaus og hamingjusöm. Svo sérkennilegt að vera sífellt að uppgötva að hamingjan kemur innan frá. Og ekki síður að skilja hinar einföldu staðreyndir um sjálfan sig. Ég geri mig hamingjusama með afstöðu minni og framkomu.
Ofangreint raðað stafarugl er sem sé lærði pistill dagsins. Þá er honum lokið og ég get skrifað hitt og þetta eða þetta og hitt ólært. Það eru hvort eð er svo margir lærðir spekingar sem slá um sig orðræðu sem er illskiljanleg jafnvel þeim sjálfum að ég verð að fá að vera eins og ég er, ofvirk með athyglisbrest, örlítið á skjön við aðra menn, miðaldra en ekki ráðsett þó svo ég hafi flatst út í áranna rás.
Ég fer og klíp í pakkana, hristi þá og reyni að giska, þoli ekki pakka sem eru faldir í einhverju svo ég fatti ekki hvað í þeim leynist.
Njótum hvers annars.
2 Comments:
Eigðu gleðileg jól og hafðu þökk fyrir öll skrifin á árinu. Haltu svo bara áfram að vera eins og þér sjálfri finnst best, og skrifa það sem þig langar, þegar þig langar.
By Gunnar , at 9:20 f.h.
Kærar þakkir Ísfirðingur, megi þú og þínir hafa það sem best og gleðilegast um hátíðirnar sem og alltaf. Njóttu dagsins og lífsins.
By Nafnlaus, at 9:59 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home