Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, febrúar 01, 2008

Pollýanna

Það sagði mér kona sem ég tala oft við að hún læsi bloggið mitt - hvort sem ég skrifaði eða ekki.
Mér þykir vænt um þessa konu.

Getið þið bara hver hún er.

Það þarf einmuna snilling til að lesa það sem ekki er skrifað og skilja það. Vá hvað ég vildi vera þessum gáfum gædd.

Jæja en líf mitt er vinna og vinna og svo vinna. Vinnan göfgar manninn ekki satt.
Ég hef verið að velta fyrir mér hversvegna ég skrifa eða skrifa ekki.

Hef ekki hugmynd um það. En leiði að því líkum að andans ruslafatan sé endanlega tóm og dallurinn með andagiftinni sem inniheldur allt það sem er ekki rusl sé full.

En veröldin er full af gáfumannaspekúlöntum sem eru alltaf að segja hið gáfulega, hið vitra, útdeila kenningum og skoðunum, vangaveltum og lausnum á veraldarvandanum

Ég læt ofangreinda um lært málfar og gáfulegar skoðanir, bíð í rólegheitum eftir að rusladallurinn fyllist á ný.

Njótum dagsin, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Good to see you...

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:44 f.h.  

  • Takk syss, vonandi hefur þú það gott.
    Kysstu stelpurnar þínar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:27 f.h.  

  • Átt þú nokkuð í þessum strák sem var talað við í sjónvarpinu áðan?

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 7:32 e.h.  

  • Ójá mitt eintak, alveg eins og ég nema örlítið skeggjaðri um þessar mundir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com